Asbest

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Asbestþræðir (tremólít).
Þakefni úr asbesti.

Asbest er samheiti yfir sex náttúrulegar steintegundir sem mynda mjög fíngerða þráðkennda kristalla. Asbest var fyrst unnið úr námu fyrir 4.000 árum en notkun þess stórjókst undir lok 19. aldar. Asbest er meðal annars notað til hljóð- og hitaeinangrunar. Lágur framleiðslukostnaður absests stuðlaði að hraðri útbreiðslu þess. Notkun asbests jókst stöðugt fram á miðju 20. aldar.[1]

Asbest brotnar auðveldlega niður í absestryk. Þegar rykinu er andað inn festist það í lungum. Ef nógu miklu magni af asbesti er andað inn getur það valdið líkamslegum skaða. Áhrif þessa skaða geta tekið um það bil 20–40 ár til að koma í ljós og geta lýst sér sem steinlunga, lungnakrabbamein eða fleiðrukrabbamein.[1] Vegna þessara afleiðinga var notkun asbests takmörkuð eða bönnuð víða um heim á níunda og tíunda áratugnum.

Þrátt fyrir bann eru neikvæð áhrif asbests enn að finna í dag. Framleiðsla þess heldur áfram í nokkrum löndum. Í Rússlandi er ársframleiðsla asbests yfir milljón tonn eða um helmingur heimsframleiðslu. Einnig framleiða Brasilía, Kasakstan og Kína asbest enn þann dag í dag. Það er selt í mesta mæli til þróunarlanda.[2]

Afleiðingar eftir löndum[breyta | breyta frumkóða]

Danmörk[breyta | breyta frumkóða]

Í Danmörku látast um það bil 400 manns á ári úr sjúkdómum tengdum asbesti.[2]

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Notkun asbests á Íslandi hófst eftir seinni heimsstyrjöldina. Innflutningur asbests náði hámarki árið 1980 en þá var hann um 3.500 tonn. Það var mikið notað til einangrunar á heitavatnslögnum. Árið 1983 var það bannað að mestu á Íslandi en innflutningur byrjaði að aukast aftur árið 1990. Hann náði 800 tonnum árið 1992. Allsherjabann innan EES tók gildi árið 2005.[2]

Asbest var víða notað í útihús í sveit á Íslandi. Talið er að miklu magni af asbesti hafi verið fargað á óviðeigandi hátt á tímabilinu 1960-1980.[2]

Að minnsta kosti 90 Íslendingar hafa greinst með fleiðrukrabbamein, þar af 45 á tímabilinu 2005–2017. Tíðni sjúkdóma vegna asbests er talin tiltölulega hærri á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum.[2]

Norður-Ameríka[breyta | breyta frumkóða]

Asbest var unnið í Bandaríkjunum til ársins 2002 og í Québec í Kanada til 2011. Þar deyja um það bil fimm þúsund manns vegna áhrifa asbests árlega.[2]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]