Orðuveitingar Hinnar íslensku fálkaorðu 2011-2020
Orðuveitingar Hinnar íslensku fálkaorðu |
2021-2030 |
2011-2020 |
2001-2010 |
1991-2000 |
1981-1990 |
1971-1980 |
1961-1970 |
1951-1960 |
1941-1950 |
1931-1940 |
1921-1930 |
2020
[breyta | breyta frumkóða]Þann 1. janúar árið 2020 sæmdi forseti Íslands fjórtán einstaklinga Hinni íslensku fálkaorðu[1] og einnig hlutu fjórtán einstaklingar orðuna þann 17. júní 2020.[2]
Riddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Alma Möller, landlæknir fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farsóttina.
- Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor fyrir kennslu og rannsóknir á vettvangi ferðamálafræði og útivistar.
- Árni Oddur Þórðarson, forstjóri fyrir framlag til íslensks atvinnulífs og útflutnings á sviði hátækni og nýsköpunar.
- Bárður Hafsteinsson, skipaverkfræðingur fyrir framlag til hönnunar fiskiskipa og íslensks sjávarútvegs.
- Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar.
- Einar Bollason, fyrrverandi formaður KKÍ og stofnandi Íshesta fyrir framlag til íþrótta og störf á vettvangi ferðaþjónustu.
- Ellý Katrín Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarritari fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn.
- Gestur Pálsson, barnalæknir fyrir störf í þágu heilbrigðis barna.
- Guðni Kjartansson, fyrrverandi íþróttakennari og þjálfari fyrir störf á vettvangi íþrótta og skóla.
- Guðrún Hildur Bjarnadóttir, ljósmóðir fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.
- Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeilda Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar.
- Helgi Björnsson leikari og tónlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar.
- Hildur Guðnadóttir tónskáld fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar.
- Hulda Karen Daníelsdóttir kennari og formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga fyrir frumkvæði á sviði starfsþróunar og kennslu íslensku sem annars máls og framlag til eflingar tengsla við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands fyrir kennslu og rannsóknir á sviði upplýsingafræði og skjalastjórnunar.
- Jón Kalman Stefánsson rithöfundur fyrir framlag til íslenskra bókmennta.
- Jón Sigurðsson fyrrverandi rektor, seðlabankastjóri og ráðherra fyrir störf í opinbera þágu.
- Margrét Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður fimleikafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands fyrir störf á vettvangi íþrótta og æskulýðsmála.
- Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur fyrir framlag til íslenskrar leikritunar og bókmennta.
- Ólöf Hallgrímsdóttir, bóndi fyrir framlag til ferðaþjónustu og atvinnulífs í heimabyggð.
- Sigrún Þuríður Geirsdóttir, þroskaþjálfi fyrir afrek á sviði sjósunds.
- Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir fyrir framlag til velferðar dýra, og störf á vettvangi dýralækninga og sjúkdómavarna.
- Sigurborg Ingunn Einarsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og ljósmóðir fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fyrir atbeina undir merkjum samtakanna Indefence og framlag til íslensks atvinnulífs.
- Sigurður Reynir Gíslason, rannsóknaprófessor fyrir framlag til íslenskra jarðvísinda og kolefnisbindingar.
- Valgerður Stefánsdóttir, fyrrv. forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir störf í þágu íslensks táknmáls og jafnréttisbaráttu döff fólks.
- Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina.
- Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina.
2019
[breyta | breyta frumkóða]Forseti Íslands sæmdi fjórtán einstaklinga Hinni íslensku fálkaorðu 1. janúar 2019[3] og sextán einstaklinga þann 17. júní 2019.[4]
Riddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fyrir framlag til þróunar atvinnulífs í heimabyggð
- Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir ljósmóðir og hjúkrunarstjóri fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð.
- Árni Magnússon, fyrrverandi skólastjóri fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála
- Bára Grímsdóttir tónskáld og formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar fyrir varðveislu og endurnýjun á íslenskum tónlistararfi.
- Björg Thorarensen prófessor fyrir kennslu og rannsóknir á sviði lögfræði
- Bogi Ágústsson fréttamaður og formaður Norræna félagsins fyrir störf á vettvangi fjölmiðlunar og norrænnar samvinnu.
- Georg Lárusson forstjóri fyrir störf í opinbera þágu
- Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar fyrir framlag til velferðar- og mannúðarmála
- Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur fyrir framlag til fornleifarannsókna
- Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi og fyrrverandi þingkona fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks.
- Halldóra Geirharðsdóttir leikkona fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.
- Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu
- Helgi Árnason skólastjóri fyrir störf á vettvangi skóla og skáklistar ungmenna.
- Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands fyrir störf í þágu ljósmæðra og skjólstæðinga þeirra.
- Hjálmar Waag Árnason fyrrverandi skólameistari, þingmaður og framkvæmdastjóri Keilis fyrir forystu á vettvangi skólastarfs og menntunar.
- Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður fyrir störf á vettvangi íslenskar tónlistar.
- Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur fyrir framlag til eflingar heilbrigðis og íþrótta eldri borgara.
- Jóhanna Erla Pálmadóttir verkefnastjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands fyrir störf í þágu safna og menningar í heimabyggð.
- Jón Ólafsson fyrrverandi prófessor fyrir rannsóknir, fræðistörf og kennslu á sviði haffræði.
- Kristín Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi prófessor fyrir störf á vettvangi menntavísinda
- Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi alþingismaður fyrir störf í opinbera þágu
- Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og jafnréttismála
- Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður fyrir framlag til mannréttindamála og réttindabaráttu
- Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi fyrir nýjungar í stjórnun og mannauðsmálum hjá hinu opinbera.
- Tatjana Latinovic deildarstjóri, formaður Kvenréttindafélags Íslands og formaður Innflytjendaráðs fyrir framlag til atvinnulífs, jafnréttis og málefna innflytjenda.
- Tómas Knútsson, vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins fyrir framlag á vettvangi umhverfisverndar
- Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarmaður fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar
- Þórður Guðlaugsson vélstjóri fyrir lífsstarf á vettvangi sjávarútvegs og björgunarafrek í mannskaðaveðri.
- Þórhallur Sigurðsson, leikari og tónlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar menningar
- Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur fyrir framlag til sagnfræða og íslenskra bókmennta.
2018
[breyta | breyta frumkóða]Þann 1. janúar 2018 sæmdi forseti Íslands tólf einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu[5] og 17. júní hlutu fjórtán einstaklingar fálkaorðuna.[6]
Riddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Aðalbjörg Jónsdóttir prjónalistakona riddarakross fyrir framlag til íslenskrar prjónahefðar og hönnunar
- Andrea Jónsdóttir útvarpsmaður fyrir framlag til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist
- Albert Albertsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja fyrir framlag á vettvangi jarðhitanýtingar
- Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og fyrrverandi prófessor fyrir framlag til íslenskra bókmennta og kennslu bókmennta á háskólastigi
- Árni Björnsson þjóðfræðingur fyrir störf á vettvangi íslenskra þjóðfræða og menningar
- Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
- Edda Björgvinsdóttir leikkona fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
- Erna Magnúsdóttir forstöðumaður fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra
- Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur fyrir framlag á sviði upplýsingatækni
- Gunnar V. Andrésson ljósmyndari fyrir störf á vettvangi íslenska fjölmiðla
- Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur fyrir framlag til heilsuverndar og lýðheilsu
- Haukur Ágústsson fyrrverandi skólastjóri fyrir framlag á vettvangi skólamála og fjarkennslu
- Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld fyrir framlag til íslenskar tónlistar og trúarhefðar
- Kristín G. Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Lárus Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar
- Nanna V. Rögnvaldardóttir rithöfundur fyrir ritstörf á sviði matarmenningar
- Ólafur Dýrmundsson fyrrverandi ráðunautur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslensks landbúnaðar
- Ólöf Nordal myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Sigfús Kristinsson trésmíðameistari fyrir framlag til atvinnulífs og iðnmennta í heimabyggð
- Sigurður Steinar Ketilsson fyrrverandi skipherra fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa
- Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðukona Kvennaathvarfs fyrir störf að velferð og öryggi kvenna
- Stefán Karl Stefánsson leikari fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og samfélags
- Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur fyrir framlag til sagnaritunar og blaðamennsku
- Sævar Pétursson bifvélavirki fyrir framlag til varðveislu og endurgerðar gamalla bifreiða
- Valgerður Jónsdóttir skólastjóri fyrir störf á vettvangi tónlistarkennslu fatlaðra.
- Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi fyrir framlag til samhjálpar og baráttu gegn fátækt í samfélaginu
Stórriddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Þorgeir Örlygsson forseti Hæstaréttar fyrir störf í opinbera þágu.
Stórkross
[breyta | breyta frumkóða]- Vladimir Ashkenazy hljómsveitarstjóri og píanóleikari fyrir framlag til íslenskrar menningar og tónlistar
2017
[breyta | breyta frumkóða]Forseti Íslands sæmdi tólf einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu þann 1. janúar[7] og fjórtán einstaklinga þann 17. júní[8]
Riddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Anna Agnarsdóttir prófessor fyrir framlag til sagnfræðirannsókna.
- Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi fyrir frumkvæði á vettvangi geðheilbrigðismála.
- Bára Magnúsdóttir skólastjóri fyrir framlag á sviði danslistar og líkamsræktar.
- Benóný Ásgrímsson fyrrverandi þyrluflugstjóri fyrir björgunarstörf og framlag til íslenskra flugmála
- Björn G. Björnsson leikmynda- og sýningahönnuður fyrir frumherjastörf á vettvangi íslensks sjónvarps og framlag til íslenskrar safnamenningar
- Eiríkur Rögnvaldsson prófessor fyrir framlag til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni
- Eyrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fyrir störf í þágu þolenda kynferðisofbeldis.
- Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind fyrrverandi útvarpsmaður fyrir störf á vettvangi hljóðvarps
- Gunnhildur Óskarsdóttir dósent og formaður Styrktarfélagsins Göngum saman fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og til heilsueflingar
- Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra fyrir störf í opinbera þágu.
- Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og fyrrverandi tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir framlag til kornræktar og íslensks landbúnaðar.
- Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og forseti Bandalags íslenskra listamanna fyrir framlag til leiklistar og störf í þágu íslenskra listamanna
- Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi
- Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar
- Róbert Guðfinnsson forstjóri fyrir störf í þágu heimabyggðar.
- Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt fyrir framlag til íslenskrar húsagerðarlistar
- Sigrún Stefánsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi fréttamaður fyrir störf á vettvangi íslenskra fjölmiðla og fræðasamfélags.
- Sigurbjörg Björgvinsdóttir fyrrverandi yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi fyrir störf í þágu aldraðra.
- Sigurður Pálsson rithöfundur fyrir framlag til íslenskra bókmennta og menningar
- Sigurgeir Guðmannsson fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrir störf á vettvangi íslenskrar íþróttahreyfingar.
- Sigurjón Björnsson fyrrverandi prófessor og þýðandi fyrir framlag til sálarfræði og fornfræða.
- Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar myndlistar.
- Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri fyrir framlag á vettvangi erfðarannsókna og vísinda.
- Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar.
- Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður, Hala II í Suðursveit fyrir menningarstarf í heimabyggð
- Þór Jakobsson veðurfræðingur fyrir framlag á sviði umhverfisvísinda og til miðlunar þekkingar
2016
[breyta | breyta frumkóða]Ellefu einstaklingar voru sæmdir riddarakrossi Hinni íslensku fálkaorðu þann 1. janúar 2016 [9] og tólf einstaklingar þann 17. júní[10]
Riddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Anna Stefánsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri, Kópavogi, fyrir störf í þágu heilbrigðis- og mannúðarmála
- Björgólfur Jóhannsson forstjóri, Seltjarnarnesi, fyrir framlag til þróunar íslensks atvinnulífs
- Björgvin Þór Jóhannsson, fyrrverandi skólameistari, Hafnarfirði, fyrir framlag til menntunar vélstjóra og vélfræðinga
- Björn Sigurðsson bóndi, Úthlíð, fyrir félagsmálastörf og uppbyggingu ferðaþjónustu
- Dóra Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri, Reykjavík, fyrir framlag til orðabóka og íslenskrar menningar
- Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar
- Filippía Elísdóttir búningahönnuður, Reykjavík, fyrir störf á vettvangi íslenskrar og alþjóðlegrar leiklistar
- Geir Waage sóknarprestur, Reykholti, fyrir framlag til uppbyggingar Reykholtsstaðar og varðveislu íslenskrar sögu og menningar
- Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður, Sauðárkróki, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar
- Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslenskra sjómanna og aldraðra
- Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknarprófessor, Reykjavík, fyrir störf á vettvangi íslenskra fræða og menningar
- Helga Guðrún Guðjónsdóttir fyrrverandi formaður UMFÍ, Kópavogi, fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta og æskulýðsstarfs
- Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, Reykjavík, fyrir framlag til umhverfisverndar og náttúrufræðslu og störf í opinbera þágu
- Hrafnhildur Schram listfræðingur, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslenskrar myndlistar
- Hörður Kristinsson grasafræðingur, Akureyri, fyrir rannsóknir og kynningu á íslenskum gróðri
- Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar bókaútgáfu og menningar
- Katrín Pétursdóttir forstjóri, Seltjarnarnesi, fyrir störf á vettvangi íslensks atvinnulífs
- Kristjana Sigurðardóttir, fyrrverandi verslunarstjóri, Ísafirði, fyrir framlag til félagsmála í heimabyggð
- Lára Björnsdóttir félagsráðgjafi, Reykjavík, fyrir störf á vettvangi velferðar og félagsþjónustu og að málefnum fatlaðs fólks
- Ólafur Ólafsson formaður Aspar, Reykjavík, fyrir störf að íþróttamálum fatlaðra
- Steinunn Kristjánsdóttir prófessor, Reykjavík, fyrir rannsóknir á sviði íslenskrar sögu og fornleifa
- Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur, Seltjarnarnesi, fyrir framlag til íslenskra bókmennta
Stórkross
[breyta | breyta frumkóða]- Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra
- Eliza Reid forsetafrú
Stórkross með keðju
[breyta | breyta frumkóða]- Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands
2015
[breyta | breyta frumkóða]Forseti Íslands sæmdi ellefu einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu þann 1. janúar 2015[11] og fjórtán einstaklinga þann 17. júní[12]
- Aron Björnsson yfirlæknir fyrir störf á vettvangi skurðlækninga og heilbrigðismála
- Dýrfinna H.K. Sigurjónsdóttir ljósmóðir fyrir störf á vettvangi heilsugæslu og umönnunar
- Egill Ólafsson tónlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar
- Einar Jón Ólafsson kaupmaður fyrir framlag í þágu heimabyggðar
- Guðjón Friðriksson rithöfundur fyrir framlag til íslenskra bókmennta og söguritunar
- Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur fyrir brautryðjandastörf að slysaforvörnum barna
- Inga Þórunn Halldórsdóttir fyrrverandi skólastjóri fyrir störf á vettvangi menntunar, uppeldis og fjölmenningar
- Inga Þórsdóttir, prófessor og forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, fyrir framlag til vísinda og rannsókna
- Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur og forstjóri Hafrannsóknarstofnunar fyrir forystu á vettvangi fiskirannsókna og hafvísinda
- Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og kvikmyndagerðar
- Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir störf í þágu íþróttahreyfingar
- Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, fyrir störf í opinbera þágu
- Margrét Lísa Steingrímsdóttir þroskaþjálfi fyrir störf í þágu fatlaðra barna og velferðar
- Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fyrir rannsóknir og fræðslu á sviði íslenskra jarðvísinda
- Páll Guðmundsson myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Sigrún Huld Hrafnsdóttir, ólympíumethafi fatlaðra og myndlistarmaður, fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íþrótta fatlaðra
- Sigurður Halldórsson héraðslæknir fyrir læknisþjónustu á landsbyggðinni
- Sigurður Hansen bóndi fyrir framlag til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaaldar
- Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta
- Stefán Reynir Gíslason tónlistarkennari og kórstjóri fyrir framlag til tónlistarlífs á landsbyggðinni
- Steinunn Briem Bjarnadóttir Vasulka listamaður fyrir frumkvæði og nýsköpun í myndlist
- Þorvaldur Jóhannsson fyrir framlag til mennta og framfara í heimabyggð.
- Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrverandi formaður Sóknar fyrir störf í þágu verkalýðshreyfingar og velferðar
Stórriddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Egill Egilsson sendiherra fyrir störf í opinbera þágu
- Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri fyrir störf í opinbera þágu
2014
[breyta | breyta frumkóða]Ellefu einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu þann 1. janúar árið 2014[13] og níu einstaklingar þann 17. júní[14]
- Alfreð Gíslason handknattleiksþjálfari, fyrir framlag til íþrótta.
- Dagfinnur Stefánsson flugstjóri hlaut riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála
- Friðjón Björn Friðjónsson, fyrrverandi fjármálastjóri, hlaut riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta
- Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, hlaut riddarakross fyrir störf í þágu heimabyggðar
- Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks
- Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru
- Hjörleifur Stefánsson arkitekt riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar
- Ingileif Jónsdóttir prófessor, fyrir kennslu og rannsóknir á sviði ónæmisfræða.
- Ingvar E. Sigurðsson leikari, fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
- Kolbrún Björgólfsdóttir myndlistarmaður, fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur riddarakross fyrir frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda
- Magnús Eiríksson tónlistarmaður, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.
- Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri, fyrir framlag til menningar og þjóðlífs.
- Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Smári Geirsson framhaldsskólakennari og rithöfundur, fyrir framlag til sögu og framfara á Austurlandi.
- Soffía Vagnsdóttir skólastjóri, Bolungarvík, fyrir framlag til félagsmála og menningar í heimabyggð.
- Stefán Eiríksson lögreglustjóri, fyrir frumkvæði og forystu á sviði löggæslu.
- Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri, fyrir störf að sveitarstjórnarmálum.
- Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar djasstónlistar og menningarlífs.
- Unnur Kolbrún Karlsdóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls, fyrir framlag til mannúðarmála.
Stórriddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis fyrir störf í opinbera þágu.
Stórkross
[breyta | breyta frumkóða]- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir störf í opinbera þágu
2013
[breyta | breyta frumkóða]Forseti Íslands sæmdi 10 einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 2013, 5 karla og 5 konur[15] og þann 17. júní 2013 voru níu einstaklingar sæmdir fálkaorðunni.[16]
Riddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Árni Bergmann rithöfundur, Reykjavík, fyrir framlag til bókmennta og menningar
- Eggert Pétursson myndlistarmaður, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri, Djúpuvík, fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifðum byggðum
- Gísli B. Björnsson grafískur hönnuður og fyrrv. skólastjóri, Reykjavík, fyrir brautryðjandastarf í íslenskri grafík og framlag til menntunar hönnuða
- Helga Birna Gunnarsdóttir þroskaþjálfi, Hafnarfirði, fyrir störf í þágu fatlaðs fólks, menntunar og félagsmála þroskaþjálfa
- Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskólans Sæbjargar, Reykjavík, fyrir framlag til öryggismála sjómanna
- Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor, Reykjavík, fyrir frumkvæði og rannsóknir á sviði forvarna
- Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri, Reykjavík, fyrir framlag til eflingar á lestrarhæfni grunnskólanema
- Jóna Berta Jónsdóttir fyrrverandi matráðskona, Akureyri, fyrir störf að mannúðarmálum
- Kristín Guðmundsdóttir íþróttakennari, Reykjavík, fyrir framlag til þjálfunar fatlaðra íþróttamanna
- Kristín Steinsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra bókmennta
- Kristján Eyjólfsson læknir, Reykjavík, fyrir frumkvæði á sviði hjartalækninga og framlag til heilbrigðisvísinda
- Kristján Ottósson blikksmíðameistari og framkvæmdastjóri Lagnafélags Íslands, Reykjavík, fyrir forystu í lagnamálum
- Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar
- Óli H. Þórðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Reykjavík, fyrir framlag til öryggismála og umferðarmenningar
- Sigrún Einarsdóttir glerlistamaður, Kjalarnesi, fyrir framlag til eflingar íslenskrar glerlistar
- Sveinn Elías Jónsson bóndi og byggingameistari, Kálfsskinni, fyrir störf í þágu atvinnulífs og félagsmála í heimabyggð
- Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir, Reykjavík, fyrir forystu á vettvangi líknarmeðferðar
- Þórir Baldursson tónlistarmaður, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar
2012
[breyta | breyta frumkóða]Forseti Íslands sæmdi 26 einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2012, 14 karla og 12 konur[17].
Riddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Arnar Jónsson leikari, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.
- Eymundur Magnússon bóndi, Vallanesi, fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar.
- Friðrik Ásmundsson fyrrverandi skipstjóri og skólastjóri, Vestmannaeyjum, fyrir framlag til öryggis sjómanna og menntunar skipstjórnarmanna.
- Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og forseti Alþjóðasamtaka matreiðslumeistara, Reykjavík, fyrir forystu í alþjóðasamtökum matreiðslumeistara og á vettvangi íslenskra matreiðslumeistara
- Guðbjörg Edda Eggertsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, fyrir framlag til uppbyggingar atvinnulífs á heilbrigðissviði.
- Gunnar Finnsson fyrrverandi varaframkvæmdastjóri og formaður Hollvina Grensásdeildar, Reykjavík, fyrir störf í þágu endurhæfingar og heilbrigðismála
- Hafsteinn Guðmundsson fyrrverandi forstöðumaður, Keflavík, fyrir forystu á vettvangi íþróttastarfs á Suðurnesjum og á landsvísu.
- Halldór Guðmundsson rithöfundur og verkefnisstjóri, Reykjavík, fyrir störf á vettvangi íslenskra bókmennta.
- Halldór Þorgils Þórðarson tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri, Búðardal, fyrir störf í þágu tónlistar og tónlistarmenntunar í heimabyggð
- Ingibjörg Björnsdóttir listdansari og fyrrverandi skólastjóri, Reykjavík, fyrir brautryðjandastörf á vettvangi íslenskrar danslistar
- Jóhannes Einarsson fyrrverandi skólameistari, Hafnarfirði, fyrir störf í þágu iðnmenntunar og verknáms
- Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, Reykjavík, fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta
- Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir skólastjóri, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra heimilisfræða.
- Ólafur Haralds Wallevik prófessor, Reykjavík, fyrir rannsóknir og þróun umhverfisvænna byggingarefna
- Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.
- Sæmundur Sigmundsson bifreiðarstjóri, Borgarnesi, fyrir störf í þágu fólksflutninga og ferðaþjónustu
- Sigríður Hafstað frá Tjörn, Svarfaðardal, fyrir störf í þágu heimabyggðar, félagsmála og menningar
- Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, Reykjavík, fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar.
- Sigrún Helgadóttir líf- og umhverfisfræðingur, Reykjavík, fyrir framlag til umhverfismenntunar og náttúruverndar
- Stefán Hermannsson verkfræðingur, Reykjavík, fyrir framlag til borgarþróunar.
- Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar fyrir skóla.
- Þórdís Bergsdóttir forstöðumaður, Seyðisfirði, fyrir framlag til ullariðnaðar og hönnunar
Stórriddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis, fyrir störf í opinbera þágu
Stórriddarakross með stjörnu
[breyta | breyta frumkóða]- Hermann-Josef Sausen, sendiherra Þýskalands
Stórkross
[breyta | breyta frumkóða]- Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, fyrir störf og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs
- Karl Sigurbjörnsson biskup, fyrir störf og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs
2011
[breyta | breyta frumkóða]Forseti Íslands sæmdi 27 einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2011, 13 karla og 14 konur[18].
Riddarakross
[breyta | breyta frumkóða]- Ágústa Þorkelsdóttir bóndi, Refsstað Vopnafirði, fyrir störf í þágu dreifbýlis og heimabyggðar.
- Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, Mosfellsbæ, fyrir störf á vettvangi landgræðslu og jarðvegsverndar.
- Björgvin Halldórsson tónlistarmaður, Hafnarfirði, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.
- Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.
- Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður, Reykjavík, fyrir framlag til þjóðlegrar gull- og silfursmíði.
- Hafdís Árnadóttir kennari og stofnandi Kramhússins, Reykjavík, fyrir frumkvæði á sviði heilsueflingar og líkamsræktar.
- Hólmfríður Gísladóttir kennari, Reykjavík, fyrir brautryðjandastörf í þágu flóttafólks og aðfluttra íbúa.
- Jón Karl Karlsson fyrrverandi formaður Verkamannafélagsins Fram og Alþýðusambands Norðurlands, Sauðárkróki, fyrir störf í þágu verkalýðsmála og réttindabaráttu.
- Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrverandi sveitarstjóri, oddviti og alþingismaður, Reykhólahreppi, fyrir framlag til félagsmála á landsbyggðinni.
- Júlía Guðný Hreinsdóttir fagstjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslensks táknmáls og réttindabaráttu.
- Kári Jónasson fyrrverandi fréttastjóri, Reykjavík, fyrir störf á vettvangi fjölmiðla.
- Karl M. Guðmundsson fv. íþróttakennari og fræðslustjóri ÍSÍ, Reykjavík, fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum.
- Lovísa Christiansen framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Hafnarfirði, fyrir störf í þágu áfengis- og vímuefnaneytenda.
- María Jóna Hreinsdóttir ljósmóðir, Reykjavík, fyrir brautryðjendastörf í þágu fósturgreiningar og ljósmóðurfræða.
- Pétur Gunnarsson rithöfundur, Reykjavík, fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta.
- Ragnar Guðni Axelsson ljósmyndari, Kópavogi, fyrir framlag til ljósmyndunar og umfjöllun um lífshætti frumbyggja á norðurslóðum.
- Rannveig Löve fyrrverandi kennari, Kópavogi, fyrir brautryðjandastarf á sviði lestrarkennslu og störf að málefnum berklasjúklinga.
- Sigurgeir Guðmundsson formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hellu, fyrir forystu á sviði björgunar og almannavarna.
- Sjöfn Ingólfsdóttir fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, Reykjavík, fyrir framlag til félagsmála og réttindabaráttu launafólks.
- Skúli Alexandersson fyrrverandi alþingismaður og oddviti, Hellissandi, fyrir störf í þágu atvinnulífs, menningar og sögu heimabyggðar.
- Sverrir Bergmann Bergsson taugalæknir, Garðabæ, fyrir störf í þágu MS-sjúklinga og á vettvangi heilbrigðismála og læknavísinda.
- Þóra Einarsdóttir söngkona, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.
- Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor, Reykjavík, fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings.
Stórriddarakross með stjörnu
[breyta | breyta frumkóða]- Caroline Dumas, sendiherra Frakklands á Íslandi
- S. Swaminathan, sendiherra Indlands á Íslandi
Stórkross
[breyta | breyta frumkóða]- Dalia Grybauskaitė, forseti Litháens
- Danilo Türk, forseti Slóveníu
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Frettabladid.is, „Fjórtán sæmdir fálkaorðu í dag“ (skoðað 14. janúar 2019)
- ↑ Kjarninn.is, „Þríeykið fékk fálkaorðuna“ (skoðað 18. júní 2020)
- ↑ Mbl.is, „Páll Óskar og Laddi sæmdir fálkaorðu“ (skoðað 4. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Bogi og Halldóra sæmd fálkaorðunni“ (skoðað 4. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Tólf fengu fálkaorðu“ (skoðað 4. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Fjórtán hlutu fálkaorðuna“ (skoðað 4. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Tólf voru sæmdir fálkaorðunni“ (skoðað 4. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Fjórtán fengu fálkaorðu“ (skoðað 4. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Ellefu fengu fálkaorðuna“ (skoðað 5. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Tólf fengu fálkaorðuna“ (skoðað 5. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Ellefu hlutu fálkaorðuna á nýársdag“ (skoðað 5. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „14 fengu fálkaorðuna“ (skoðað 5. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Ellefu voru sæmdir fálkaorðu“ (skoðað 5. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Níu sæmdir fálkaorðunni“ (skoðað 6. júlí 2019)
- ↑ Heimasíða forsetaembættisins. „Fréttatilkynning 1. janúar 2013“ (PDF). Sótt 2. janúar 2013.[óvirkur tengill]
- ↑ Mbl.is, „Níu fengu fálkaorðuna 17. júní“ (skoðað 5. júlí 2019)
- ↑ Heimasíða forsetaembættisins. „Tilnefningar 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2014. Sótt 2. janúar 2013.
- ↑ Heimasíða forsetaembættisins. „Tilnefningar 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. ágúst 2011. Sótt 2. janúar 2013.