Silja Aðalsteinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Silja Aðalsteinsdóttir (3. október 1943) er íslenskur bókmenntafræðingur, sem gefið hefur út margar bækur um íslenskar bókmenntir. Meðal bóka Silju eru eru námsbækurnar Bók af bók sem er sýnisbók íslenskra bókmennta frá siðaskiptum til 1918, ætluð til kennslu í framhaldsskólum og bókin Orð af orði, sem er bókmenntasaga og sýnisbók bókmennta fram til siðaskipta. Silja var um langt skeið ritstjóri Tímarits Máls og menningar.