Kristín Marja Baldursdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Marja Baldursdóttir (fædd 21. janúar 1949 í Hafnarfirði) er íslenskur rithöfundur. Kristín Marja lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og B.A. prófi í þýsku og íslensku frá Háskóla Íslands árið 1991. Fyrsta bók hennar var Mávahlátur kom út árið 1995. Sagan var sett upp á stóra sviði Borgarleikhússins og eftir henni var gerð samnefnd kvikmynd árið 2001. Tvær bækur Kristínar Marju fjalla um listakonuna Karítas en það eru bækurnar Karitas án titils og Óreiða á striga.

Kristín Marja hefur hlotið viðurkenningar fyrir ritstörf, meðal annars fálkaorðuna, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, verðlaun úr Rithöfundarsjóði Ríkisútvarpsins, Fjöruverðlaunin (bókmenntaverðlaun kvenna) og bókin Karítas án titils var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bækur Kristínar Marju hafa verið þýddar á norræn tungumál, þýsku, frönsku, hollensku, ungversku, makedónsku, ítölsku og tyrknesku.

Skáldsögur eftir Kristínu Marju[breyta | breyta frumkóða]

  • Mávahlátur, 1995
  • Hús úr húsi, 1997
  • Kular af degi, 1999
  • Mynd af konu, 2000
  • Karitas án titils, 2004
  • Óreiða á striga, 2007
  • Karlsvagninn, 2009
  • Kantata, 2012
  • Svartalogn, 2016
  • Gata mæðranna, 2020

Smásögur eftir Kristínu Marju[breyta | breyta frumkóða]

Kvöldljósin eru kveikt, 2001

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]