Eggert Pétursson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eggert Pétursson (f. 1956) er íslenskur listmálari. Hann er þekktastur fyrir málverk sín af íslenskri flóru og hefur einnig gefið út bókverk og myndskreytt fjölda bóka. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Jan Van Eyck akademíuna í Hollandi.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Eggert hafði strax á unga aldri mikinn áhuga á grasafræði.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Eggert stundaði listnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1976 til 1979 og útskrifaðist frá nýlistadeild skólans. Því næst hélt hann til framhaldsnáms við Jan Van Eyck akademíuna í Maastricht í Hollandi og lauk þar námi árið 1981. Á meðan að námi stóð mótaðist hann sem listamaður af hugmyndalist og tilraunamennsku seinni hluta 8. áratugarins. Hann hefur meðal annars unnið bókverk, málverk og innsetningar. Ungir íslenskir listamenn sóttu mikið í nám erlendis og komu heim með nýjar og ferskar hugmyndir, einkum frá Mið-Evrópu. Hann stundaði einnig nám við Menntaskólann við Tjörnina á árunum 1972 til 1976 , þaðan sem hann lauk stúdentsprófi, og við Myndlistarskólann í Reykjavík frá 1974 til 1978.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Eggert fékk snemma áhuga á íslenskri flóru og var snemma vel að sér í náttúrufræði. Honum fannst náttúran vera staður til að sökkva sér í, viðfang til að safna og flokka. Stuttu eftir að hann fluttir aftur heim til Íslands frá Hollandi myndskreytti hann bókina Íslensk flóra með litmyndum eftir Ágúst H. Bjarnason grasafræðing sem kom út árið 1983. Teikningarnar hafa síðan verið gefnar út í upprunalegri stærð árið 2008. Árið 1989 sýndi Eggert í fyrsta sinn olíumálverk þar sem myndefnið var sótt í jurtaríkið og sýndu sérstaklega smáa og hverfandi hluta í íslenskri náttúru. Í þessu fann Eggert farveg þar sem þekking hans á grasafræði og frábærir teiknihæfileikar unnu fullkomlega saman. Á síðustu árum hefur Eggert verið á meðal dáðustu listamanna þjóðarinnar. Verk hans hafa verið sýnd víða um heim og eru í eigu safna og safnara bæði hér á landi og erlendis. Árið 2007 var haldin víðamikil yfirlitssýning á verkum hans á Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Eggert er listamaður sem fer um landið og skráir það sem fyrir augu ber. Hann greinir hverja einstaka plöntu, skilur ætt hennar, uppruna og samhengi.

Þróun listaverka[breyta | breyta frumkóða]

Viðfangsefni Eggerts hafa nánast frá upphafi verið íslensk náttúra og jurtir en með tímanum hefur nálgun hans þróast og verkin tekið breytingum. Í fyrstu verkunum var teikningin smágerð, lyngbreiðan samfelld, birtan jöfn og nánast sem vélunnið munstur. Þannig voru verkin oft eintóma og höfðu hvorki upphaf né endi. Á síðari árum hefur myndbyggingin orðið flóknari og kennileiti eins og klettar eða sprungur sem vísa til ákveðinna staða orðið hluti af byggingu verkanna. Jurtirnar er þó enn í aðalhlutverki á myndunum. Þeir sem þekkingu hafa á grasafræði geta greint vissa landshluta eða vaxtarskilyrði úr fletinum eins og hve hátt yfir sjávarmáli viðkomandi plöntur þrífast og legu landsins gagnvart sól, vindi og regni. Þannig segja verk síðustu ára sögu flóru Íslands.

Annað[breyta | breyta frumkóða]

Eggert merkir málverkin sín aldrei framan á framhlið strigans eins og tíðkast hjá flestum listmálurum. Þess í stað merkir hann bakhlið strigans enda leiðist honum áritanir framan á verkum og segir þær skemma verkin. Hann er meðlimur í Félagi Nýlistarsafnsins, SÍM - Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Gullpenslinum. Árið 2008 kom út bók með myndum Eggerts undir nafninu Flora Islandica eða Flóra Íslands. Hún var dýrasta bókin sem kom út í jólabókaflóðinu þetta árið og kostaði 75.000 kr. Bókin var gefin út í 500 eintökum og er um 12 kg. að þyngd.

Umsagnir[breyta | breyta frumkóða]

„Á sýningunni á Kjarvalsstöðum ... stígur Eggert Pétursson fram á sjónarsviðið sem málari sem náð hefur meistaratökum á viðfangsefni sínu ... og þannig skapað sér algjöra sérstöðu og skipað sér í hóp með fremstu málurum samtímans.“ - Anna Jóhannsdóttir, myndlistargagnrýnandi.[1]

„Eggert Pétursson hefur á vissan hátt, líkt og Kjarval, skráð nýjan kafla í listasögu Íslendinga, fært okkur veröld sem áður var í listrænum skilningi flestum hulin, veitt okkur sýn á fegurðina, náð að snerta hjörtu okkar á óvæntan hátt og um leið skapað nýjan áfanga í íslenskri list .... Eggert Pétursson hefur á síðari árum orðið eins konar Jónas [Hallgrímsson] í myndlistinni, listaskáld sem yrkir blómagarð á lérerftinu og frægð hans hefur á síðari árum að verðleikum borist vítt og breitt um veröldina.“ - Ólafur Ragnar Grímsson[2]

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

„Málverk er málverk, ekki blóm. Þó málverkin mín sýni ákveðnar blómategundir og ég reyni að vera trúr öllum grasafræðilegum smáatriðum eru þetta ekki blómin sjálf. Mér finnst líka nafn loka á margvíslega tilfinningalega upplifun, það beinir verkinu í ákveðinn farveg þegar ég er að reyna að halda öllu opnu. Það er nóg að fólk þekki blómin í verkum mínum, ég þarf ekki að segja því hvað þau heita og enn síður í hvaða stellingar á að setja sig til að horfa á þau,“ segir Eggert aðspurður að því hvers vegna hann gefi myndunum sínum aldrei nöfn.

Verkefni[breyta | breyta frumkóða]

Sýningar[breyta | breyta frumkóða]

Einkasýningar[breyta | breyta frumkóða]

Ár Staðsetning Land
1980 Gallerí Suðurgötu 7 Ísland
1980 Bókasafn Ísafjarðar Ísland
1982 Gangurinn / The Corridor Ísland
1982 Rauða Húsið Ísland
1982 Nýlistasafnið Ísland
1983 Njálsgata 80 Ísland
1984 Nýlistasafnið Ísland
1987 Slunkaríki Ísland
1987 Nýlistasafnið Ísland
1989 Gallerí Sævars Karls Ísland
1991 Nýlistasafnið Ísland
1992 Galleri Rotor Svíðþjóð
1992 Institute of Epidemology Bretland
1994 Gallerí Sævars Karl Ísland
1996 Gallerí i8 Ísland
1998 Bookie Woekie Holland
2001 Gallerí i8 Ísland
2003 Gallerí i8 Ísland
2003 Listasafnið á Akureyri Ísland
2004 Safn Ísland
2007 Kjarvalsstaðir Ísland
2007 Gallerí i8 Ísland
2008 Listhús Ísland
2009 Nordatlantens Brygge Danmörk
2010 Hafnarborg Ísland
2011 Galerie Anhava Finnland
2012 i8 Gallerí Ísland

Samsýningar[breyta | breyta frumkóða]

Ár Staðsetning Land
1977 Gallerí Suðurgötu 7 Ísland
1984 Gallery Filiale Sviss
1987 NKC Nordisk Konstcentrum Finnland
1990 Norræna Húsið Ísland
1992 NKC Nordisk Konstcentrum Finnland
1995 Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Ísland
1997 Seljord kunstforening Noregur
1997 Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Ísland
1999 Nýlistasafnið Ísland
2003/4 Carnegie Art Award 2004 Stokkhólmur, Kópavogur, Osló, Kaupmannahöfn, London og Helsinki
2005/7 Carnegie Art Award 2006 Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Reykjavík, London, Nice og Kaupmannahöfn

Bókverk[breyta | breyta frumkóða]

Ár Heiti
2008 Flóra Íslands

Myndskreytingar í bókum[breyta | breyta frumkóða]

Ár Heiti
1983 Íslensk flóra með litmyndum
1986 Fjörulíf
1986 Íslandseldar
1987 Ræktaðu garðinn þinn
1989 Pöddur
1991 Ég greini tré

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Heiti Ár Annað
2004 Carnegie Art Award Tilnefndur
2006 Carnegie Art Award 2. verðlaun

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Anna Jóhannesdóttir. „Meistaratök“. Lesbók. Sótt 2013.
  2. Ólafur Ragnar Grímsson. „Ávarp“ (PDF). Ávarp. Sótt 2013.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • UMM.is
  • EggertPetursson.is
  • Mbl.is
  • IcelandicArtCenter.is
  • Ólöf K. Sigurðardóttir