Þórunn Valdimarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir eða Erlu- og Valdimarsdóttir (f. 25. ágúst 1954) er alin upp í Reykjavík, íslenskur rithöfundur og sagnfræðingur. Hún hefur skrifað rúmlega 20 bækur, ótal greinar og unnið þætti fyrir útvarp og sjónvarp um söguleg efni. Hún vakti fyrst almenna athygli fyrir þriðju bók sína, ævisöguna Snorri á Húsafelli árið 1989.

Þórunn er stúdent frá MH 1973, nam sagnfræði í Lundi Svíþjóð 1973-74 og sat í listaháskóli San Miguel de Allende Mexíkó 1977-78. Cand. mag. í sagnfræði frá H.Í 1983 og hefur síðan stundað ritstörf. Á tvo syni með Eggerti Þór Bernharðssyni, Gunnar Theodór og Valdimar Ágúst.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Ævisögur[breyta | breyta frumkóða]

 • Af Halamiðum á Hagatorg, 1986 (ævisaga Einars Jónssonar í Lækjarhvammi)
 • Snorri á Húsafelli: saga frá 18. öld, 1989
 • Sól í Norðurmýri: píslarsaga úr Austurbæ, 1993 (æskusaga Megasar)
 • Engin venjuleg kona; litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu, 2000
 • Upp á sigurhæðir, ævisaga Matthíasar Jochumssonar 2006

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

Ljóð[breyta | breyta frumkóða]

 • Fuglar, 1991
 • Loftnet klóra himin, 2008
 • Antennae Scratch Sky (scratch scratch) 2010

Sagnfræði[breyta | breyta frumkóða]

 • Sveitin við sundin: búskapur í Reykjavík 1870-1950, 1986
 • Leikfélag Reykjavíkur: Aldarsaga, 1997 (fyrri hluti bókarinnar)
 • Kristni á Íslandi 4. bindi, 2000 (fyrri hluti bókarinnar)
 • Horfinn heimur : Árið 1900 í nærmynd, 2002

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Viðurkenningar og verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

 • Fyrstu verð¬laun í örverka¬samkeppni Bjarts og Emelíu Örsögur í BJARTI OG FRÚ EMELÍU 1, 1992.
 • Menningarverðlaun DV STÚLKA MEÐ FINGUR. Söguleg skáldsaga. Forlagið 1999. Mál og menning 2000. PublishAmerica 2004.
 • Viðurkenning Félags bókasafns- og upplýsingafræða fyrir bestu frumsömdu fræðibók ársins 2006 UPP Á SIGURHÆÐIR. JPV 2006.
 • Bókmenntaverðlaun Ríkisútvarpsins 2008.
 • Rauða hrafnsfjörðin. DAGUR KVENNANNA. ÁSTARSAGA. Nóvella skrifuð með Megasi. Uppheimar 2010.

Tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

 • Tilnefnd til ísl. bókmenntaverðlaunanna fyrir SNORRA Á HÚSAFELLI. SÖGU FRÁ ÁTJÁNDU ÖLD.
 • Tilnefnd til menningarverðlauna DV ALVEG NÓG. Skáldsaga.
 • Tilnefnd til menningarverðlauna DV STÚLKA MEÐ FINGUR. Söguleg skáldsaga.
 • Tilnefnd til ísl. bókmenntaverðlaunanna fyrir KRISTNI Á ÍSLANDI. Einn af 5 aðalhöfundum í 4 binda verki. Sagnfræði. Alþingi 2000.
 • Tilnefnd til Norðurlandaverðlauna 2000 FLICKA MED FINGER. Söguleg skáldsaga. PublishAmerica 2004.
 • Tilnefnd til ísl. bókmenntaverðlaunanna UPP Á SIGURHÆÐIR. SAGA MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR.
 • Tilnefnd til ísl. bókmenntaverðlaunanna KALT ER ANNARS BLÓÐ. Krimmi.
 • Tilnefnd til heiðursverðlauna Hagþenkis UPP Á SIGURHÆÐIR. SAGA MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR. Sagnfræði.
 • Tilnefnd sem einn af 5 bestu titlum ársins 2008 LOFTNET KLÓRA HIMIN. Ljóðabók.
 • Tilnefnd til ísl. bókmenntaverðlaunanna MÖRG ERU LJÓNSINS EYRU. Krimmi.