Fara í innihald

Kristín Jóhannesdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Jóhannesdóttir (f. 17. nóvember 1948) er íslenskur leikstjóri. Kristín hefur leikstýrt fjölda verka á leiksviði og í sjónvarpi en einnig kvikmyndum.

Foreldrar Kristínar voru Sigurbjörg Þorvaldsdóttir (1918-2007) húsmóðir og Jóhannes Elíasson (1920-1975) bankastjóri. Eiginmaður Kristínar var Sigurður Pálsson (1948-2017) rithöfundur og skáld. Sonur þeirra er Jóhannes Páll (f.1987)[1]

Kristín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og hélt að því loknu til Frakklands og lauk námi í bók­mennt­um og kvik­mynda­fræðum frá Uni­versité Paul Valéry í Mont­p­ellier árið 1975, DEA gráðu (fyrri hluta doktors­gráðu) í kvik­mynda­fræðum frá sama skóla 1977 og síðar loka­prófi í kvik­mynda­leik­stjórn.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Kristín hefur starfað sem leikstjóri við Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið og leikstýrt þar fjölda verka en einnig hefur hún leikstýrt hjá Stúdentaleikhúsinu og Nemendaleikhúsinu. Kristín leikstýrði einnig óperunni Tunglskinseyjunni sem frumflutt var í Peking árið 1997 og síðar sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins. Hún hefur einnig leikstýrt sjónvarps- og útvarpsleikritum. Hún hefur setið í stjórnum Kvikmyndasjóðs, Listahátíðar í Reykjavík, Kvikmyndahátíðar í Reykjavík og Kvikmyndaklúbbs Íslands auk þess sem hún hefur setið í fjölda annarra stjórna og nefnda á sviði lista og menningar.[2]

Kvikmyndir í leikstjórn Kristínar

[breyta | breyta frumkóða]

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Kristín hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og kvikmyndir hennar hlotið viðurkenningar og verðlaun á fjölda innlendra og erlendra kvikmyndahátíða. Árið 2015 var Kristín útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur, hún hlaut Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin árið 2009 fyrir leikstjórn sína á verkinu Utangátta eftir Sigurð Pálsson og heiðursverðlaun Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna árið 2013.[4] Kristín var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2015 fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar og kvikmyndagerðar.[5] Einnig var hún sæmd riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar árið 2018.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]


  1. Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn J-Ö bls. 528-529, (Reykjavík, 2003)
  2. Leikhusid.is, „Kristín Jóhannesdóttir“ Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine (skoðað 29. ágúst 2019)
  3. Ruv.is, „Lamin í Bankastræti af hneyksluðum áhorfanda“ (skoðað 29. ágúst 2019)
  4. Mbl.is, „Ég er í sjöunda himni“ (skoðað 29. ágúst 2019)
  5. Forseti.is, „Orðuhafaskrá“ Geymt 26 ágúst 2019 í Wayback Machine (skoðað 29. ágúst 2019)
  6. is.ambafrance.org, „Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri sæmd riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar“ (skoðað 29. ágúst 2019)