Geirmundur Valtýsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Geirmundur Valtýsson (fæddur 13. apríl 1944) er íslenskur tónlistarmaður, bóndi á Geirmundastöðum og fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, þar sem hann starfaði í yfir þrjá áratugi. Hann er stundum kallaður „sveiflukóngurinn“ og tónlistin sem hann flytur er stundum flokkuð sem „skagfirsk sveifla“.

Geirmundur hefur staðið á sviði frá árinu 1958, þegar hann var 14 ára gamall. Árið 2008 hélt Geirmundur upp á 50 ára „bransaafmæli“ í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem hann troðfyllti húsið, fram komu þar ásamt honum meðal annars þau Helga Möller, Magnús Kjartansson og Guðrún Gunnarsdóttir.

Tvisvar hefur Geirmundur unnið Þjóðhátíðarlagakeppnina, árið 1991 með "Þjóðhátíð í Eyjum" ásamt Eyjólfi Kristjánssyni, og svo 1998 með lagið "Við erum öll á þjóðhátíð" ásamt Guðbjörgu Ingólfsdóttur.

Önnur plata Geirmundar "Á fullri ferð" var ein sú farsælasta, og þegar hún hafði selst í 3.000 eintökum, hlutu þeir sem fram komu á plötunni, plötuna í gulli, en það var Rás2 sem veitti gullplötuna í beinni útsendingu rétt fyrir jólin 1991.

Plötur:[breyta | breyta frumkóða]

- "Í syngjandi sveiflu" (1989)

- "Á fullri ferð" (1991)

- "Geirmundur" (1993)

- "Lífsdansinn - Bestu lög Geirmundar Valtýssonar" (1995)

- "Bros" (1997)

- "Dönsum" (1999)

- "Alltaf eitthvað nýtt" (2002)

- "Ort í sandinn" (2003)

- "Látum sönginn hljóma" (2004)

- "Nú er ég léttur" (2005) - Safnplata

- "Jólastjörnur Geirmundar Valtýssonar" (2013)

- "Skagfirðingar syngja" (2015)

Þekkt lög:[breyta | breyta frumkóða]

  • „Nú er ég léttur“
  • „Lífsdansinn“
  • „Með vaxandi þrá“
  • „Þjóðhátíð í Eyjum“