Agnes M. Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Agnes M. Sigurðardóttir (f. 19. október 1954) tók við embætti biskups Íslands árið 2012, fyrst kvenna til að gegna því embætti. Foreldar hennar eru sr. Sigurður Kristjánsson, sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi, og Margrét Hagalínsdóttir, ljósmóðir.[1]

Agnes lauk cand.theol. prófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1981. Var hún vígð til prestsþjónustu 20. september sama ár. Sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Borgarfirði 1986 – 1994. Sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli 1994 – 2012, prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi 1999 - 2012.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Agnes kjörin biskup fyrst kvenna". . (visir.is). Skoðað 16. nóvember2013.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Karl Sigurbjörnsson
Biskup Íslands
(2012 – )
Eftirmaður:
'


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.