Agnes M. Sigurðardóttir
Agnes M. Sigurðardóttir (f. 19. október 1954) er íslenskur prestur sem var biskup Íslands í tólf ár. Hún tók við embættinu árið 2012, fyrst kvenna. Agnes gegndi embættinu til 1. september 2024.
Foreldrar hennar eru sr. Sigurður Kristjánsson, sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi, og Margrét Hagalínsdóttir, ljósmóðir.[1]
Agnes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1975, cand.theol. prófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1981. Var hún vígð til prestsþjónustu 20. september sama ár. Sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Borgarfirði 1986 – 1994. Sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli 1994 – 2012, prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi 1999 - 2012.
Árið 2018 mældist 14% ánægja með störf Agnesar.[2] og árið 2023 aðeins 11%. [3] Síðan hefur Agnes sagst ekki ætla að gefa kost á sér í biskupskjöri 2024 vegna heilsubrests. [4]
Hún vakti umtal haustið 2019 þegar hún nefndi að siðrof hafi orðið í samfélaginu þegar hætt var að kenna kristinfræði í skólum. [5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Agnes kjörin biskup fyrst kvenna“. visir.is. Sótt 16. nóvember 2013.[óvirkur tengill]
- ↑ Færri treysta Þjóðkirkjunni Mbl.is, skoðað 2 okt. 2018
- ↑ Aldrei færri ánægðir með störf biskups Rúv, sótt 27/9 2023
- ↑ „Agnes biskup ætlar að setjast í helgan stein eftir 18 mánuði“. DV. 1. janúar 2023. Sótt 1. október 2023.
- ↑ Siðrof þegar hætt var að kenna kristinfræðiRúv, skoðað 31. október, 2019.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Um Agnesi M. Sigurðardóttur á biskup.is Geymt 25 júlí 2013 í Wayback Machine (skoðað 16.11.2113)
Fyrirrennari: Karl Sigurbjörnsson |
|
Eftirmaður: Guðrún Karls Helgudóttir |