Ingibjörg Björnsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Björnsdóttir (f. 12. desember 1942)[1] er íslenskur listdansari, sagnfræðingur og fyrrverandi skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Ingibjörg stundaði nám í listdansi við Listdansskóla Þjóðleikhússins og við skoska Listdansskólann í Edinborg þaðan sem hún lauk námi árið 1963.[2] Síðar lauk hún BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2002.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Ingibjörg var dansari við Þjóðleikhúsið frá 1956 -1960 og 1964 -1985 þar sem hún dansaði í fjölmörgum leikritum, söngleikjum og óperum. Hún dansaði í ýmsum sjónvarpsþáttum og einnig með Íslenska dansflokknum í mörgum sýningum. Ingibjörg kenndi við Ballettskóla Sigríðar Ármann og var listdanskennari við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá 1965 og skólastjóri við skólann (sem síðar hét Listdansskóli Íslands) frá 1977-1997 en hún var fyrsti skólastjóri skólans. Stjórnaði nemendasýningum og samdi flesta dansa fyrir þær í 25 ár og er höfundur fjölda dansa og dansverka.[2][3]

Hún sat í stjórn Félags íslenskra listdansara frá 1963- 1990 og var formaður félagsins frá 1966-1970, var í stjórn Bandalags íslenskra listamanna frá 1964-1970, í stjórn Leiklistarsambands Íslands frá 1988-1998, í stjórn Norræna leiklistar- og danssambandsins sem síðar fékk nafnið Teater og dans i Norden frá 1989-1996. Ingibjörg var formaður Íslenska dansfræðafélagsins um tíma og sat í stjórn Norrænu dansfræðasamtakanna, Nordisk forum for dansforskning frá 2002-2008.[3]

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2012 hlaut Ingibjörg riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til danslistarinnar.[4] Hún hlaut heiðursverðlaun Grímunnar Íslensku sviðslistaverðlaunanna árið 2020.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Eiginmaður Ingibjargar var Árni Vilhjálmsson (1932-2013) prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og eiga þau þrjár dætur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Árni Vilhjálmsson - Minningargreinar“, Morgunblaðið, 15. mars 2013 (skoðað 15. júní 2020)
  2. 2,0 2,1 Ruv.is, „Ingibjörg Björnsdóttir hlýtur heiðursverðlaun“ (skoðað 15. júní 2020)
  3. 3,0 3,1 Gamli.listdans.is, „Ingibjörg Björnsdóttir“[óvirkur hlekkur] (skoðað 15. júní 2020)
  4. Mbl.is, „Ellefu fengu fálkaorðuna í dag“ (skoðað 15. júní 2020)