Fara í innihald

Eiríkur Rögnvaldsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eiríkur Rögnvaldsson (f. 1. júní 1955 á Sauðárkróki) er fyrrum prófessor í íslenskri málfræði við Háskóli Íslands og landsfulltrúi evrópska rannsóknarverkefnisins CLARIN á Íslandi.[1] Hann hefur gefið út ýmis rit um íslenska málfræði, svo sem Íslenska rímorðabók (1989) og Íslenska hljóðkerfisfræði (1993). Hann hefur jafnframt unnið að gerðum ýmissa skýrslna ásamt öðrum, svo sem Íslenskrar tungu á stafrænni öld (2012).[2]

Eiríkur hefur tekið þátt í mörgum verkefnum á sviði máltækni. Á árunum 2011–13 stýrði hann íslenska hluta verkefnisins META-NET, evrópsku verkefni sem snerist um að efla málleg gagnasöfn fyrir ýmis máltækniverkefni. Hann hefur jafnframt tekið þátt í gerð tveggja talgervla fyrir íslensku.[3]

Ásamt Sigríði Sigurjónsdóttur er hann verkefnisstjóri verkefnis um stöðu íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Verkefnið, er heitir Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis, hlaut 117,5 milljóna króna styrk úr Rannsóknarsjóði og hófst árið 2016. Áætlað er að verkefninu ljúki árið 2019.[4]

Æska og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Eiríkur fæddist þann 1. júní 1955 á Sauðárkróki. Hann er kvæntur Guðrúnu Ingólfsdóttur doktorsnema í íslenskum bókmenntum. Saman eiga þau einn son.

Eiríkur lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki árið 1971 en árið 1975 lauk hann stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri. Haustið 1976 hóf hann nám í heimspeki við Háskola Íslands en útskrifaðist í íslensku sem aðalgrein og almennri bókmenntafræði sem aðalgrein árið 1979. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskri málfræði árið 1982.[5]

  1. „Eiríkur Rögnvaldsson“. Sótt 8. mars 2019.
  2. „Eiríkur Rögnvaldsson – Bækur“. Sótt 8. mars 2019.
  3. „Eiríkur Rögnvaldsson – Máltækni“. Sótt 8. mars 2019.
  4. „MOLICODILACO“. Sótt 8. mars 2019.
  5. „Eiríkur Rögnvaldsson – Líf og starf“. Sótt 8. mars 2019.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.