Elísabet Ronaldsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elísabet Ronaldsdóttir (f. 1965) er íslenskur kvikmyndagerðarmaður, menntuð í Englandi. Hún hefur starfað innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans í yfir 20 ár, einkum við klippingu.[1] .[2] Hún hlaut Edduverðlaunin 2008 fyrir klippingu kvikmyndarinnar Reykjavík - Rotterdam.[3] Elísabet klippti einnig Brúðgumann, Bræðrabyltu, Duggholufólkið, Mýrina og Blóðbönd.

Hún hefur klippt þekktar myndir eins og Deadpool 2 (2018), Kate (2021) and Bullet Train (2022).

Elísabet var einn af stofnendum KIKS, Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi og var formaður fyrstu tvö árin. Hún hefur setið í stjórn SÍK, Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðanda og verið formaður IKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.[4].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]