Fara í innihald

Víkingur Heiðar Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Víkingur Heiðar Ólafsson (fæddur 14. febrúar 1984) er íslenskur píanóleikari.

Víkingur hefur leikið á tónleikum víða í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Kanada[1] og komið fram sem einleikari með hljómsveitum á borð við Philharmonia Orchestra í Lundúnum[2], Hljómsveit Danska ríkisútvarpsins[3], Fílharmóníusveitina í Turku í Finnlandi[4] og BBC-sinfóníuhljómsveitina í Ulster[5]. Víkingur hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir píanóleik sinn og tónlistarstarf, meðal annars Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2009[6] og Íslensku tónlistarverðlaunin átta sinnum. Árið 2014 gekk Víkingur til liðs við alþjóðlegu umboðsskrifstofuna Harrison Parrott[7], árið 2016 skrifaði hann undir útgáfusamning hjá þýsku hljómplötuútgáfunni Deutsche Grammophon[8], og gaf skömmu síðar út sína fyrstu hljómplötu undir merkjum hennar.

Opnunartónleikar Hörpu[breyta | breyta frumkóða]

Víkingur lék píanókonsert Edvards Griegs með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladímírs Ashkenazy á opnunartónleikum tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík 2011[9]. Víkingur hefur síðan komið fram með Ashkenazy á tónleikum í Kaupmannahöfn[10] og Birmingham[11].

Flutningur á nýrri tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Víkingur hefur frumflutt fjóra íslenska píanókonserta, eftir Daníel Bjarnason, Hauk Tómasson, Snorra Sigfús Birgisson[12] og Þórð Magnússon[13]. Meðal erlendra tónskálda sem Víkingur hefur starfað með er bandaríska tónskáldið Philip Glass, en Víkingur hefur leikið píanóetýður hans með honum á tónleikum í Reykjavík[14], Gautaborg[15] og Lundúnum[16]. Víkingur hefur einnig starfað með enska tónskáldinu Mark Simpson[17].

Útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Síðla árs 2016 var tilkynnt um að Víkingur hefði undirritað útgáfusamning við þýsku tónlistarútgáfuna Deutsche Grammophon[8]. Fyrsti hljómdiskur hans hjá útgáfunni kom út í janúar 2017, en diskurinn var helgaður píanóverkum bandaríska tónskáldsins Philips Glass og gefinn út í tilefni af áttræðisafmæli hans[18]. Diskurinn hlaut einróma lof gagnrýnenda[19][20][21] og var m.a. valinn með bestu klassísku hljómdiskum ársins 2017 á vef NPR[22], Gramophone[23] og New York Times[24].

Árið 2010 stofnaði Víkingur útgáfufyrirtækið Dirrindí, og hefur hann gefið út þrjá hljómdiska undir merkjum þess. Árið 2010 kom út diskurinn Debut með verkum Beethovens og Brahms, og árið 2011 diskurinn Chopin – Bach, með prelúdíum Chopins og partítum Bachs[25]. Árið 2012 kom út diskurinn Winterreise, þar sem Kristinn Sigmundsson syngur Vetrarferðina eftir Schubert við meðleik Víkings. Diskurinn hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarupptaka ársins 2012 á sviði sígildrar- og samtímatónlistar[26].

Tónlistarhátíðir[breyta | breyta frumkóða]

Víkingur er stofnandi og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music, sem haldin hefur verið árlega í Hörpu síðan 2012. Hátíðin hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2012, sem tónlistarviðburður ársins í sígildri- og samtímatónlist, og Rogastans, nýsköpunarverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna[27]. Víkingur er einnig listrænn stjórnandi sænsku tónlistarhátíðarinnar Vinterfest, en Víkingur tók við því starfi af klarinettuleikaranum Martin Fröst 2015[28].

Sjónvarp og útvarp[breyta | breyta frumkóða]

Víkingur vann að tónlistarþáttunum Útúrdúr, ásamt Höllu Oddnýju Magnúsdóttur og Viðari Víkingssyni, sem sýndir voru á RÚV 2013-14 og 2014-15, og tilnefndir voru til Edduverðlauna 2015[29]. Þáttunum var afar vel tekið af gagnrýnendum[30][31]. Víkingur hefur einnig gert útvarpsþætti fyrir Rás 1[32].

Samstarf með myndlistarmönnum[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2014 var Víkingur hluti af gjörningi svissneska lisamannsins Romans Signers á Transart-hátíðinni í Bolzano í ítölsku ölpunum. Víkingur lék þar tónverkið Vers la Flamme eftir Alexander Scriabin á fljótandi sviði úti á Vernago-vatni, en flutningurinn truflaður af þyrlu sem sveimaði yfir honum[33]. Auk Signers hefur Víkingur starfað með videólistamönnunum Yann Malka og Lillevan[34].

Nám[breyta | breyta frumkóða]

Víkingur lauk bachelors- og meistaranámi frá Juilliard-skólanum í New York, þaðan sem hann útskrifaðist 2008. Aðalkennarar hans við skólann voru Jerome Lowenthal og Robert McDonald. Einnig sótti Víkingur píanótíma til Ann Schein. Víkingur lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2001 undir handleiðslu Peters Maté, en áður lærði Víkingur hjá Erlu Stefánsdóttur[35].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. http://www.harrisonparrott.com/artist/profile/vikingur-olafsson
 2. http://www.birminghampost.co.uk/whats-on/arts-culture-news/review-philharmonia-orchestra-symphony-hall-10977143
 3. http://www.b.dk/musik/vi-holder-med-vikingur
 4. http://www.bach-cantatas.com/Bio/Olafsson-Vikingur.htm
 5. http://www.belfasttelegraph.co.uk/entertainment/music/review-ulster-orchestra-is-pulling-out-all-the-stops-34119741.html
 6. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1316762/
 7. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. ágúst 2016. Sótt 9. nóvember 2016.
 8. 8,0 8,1 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. febrúar 2018. Sótt 25. febrúar 2018.
 9. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1376793/
 10. http://www.b.dk/musik/vi-holder-med-vikingur
 11. http://www.birminghampost.co.uk/whats-on/arts-culture-news/review-philharmonia-orchestra-symphony-hall-10977143
 12. http://www.bach-cantatas.com/Bio/Olafsson-Vikingur.htm
 13. http://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/listamenn/vikingur-heidar-olafsson
 14. http://www.mbl.is/folk/verold/2014/01/27/philip_glass_og_vikingur_heidar_saman_a_tonleikum/
 15. http://www.gp.se/n%C3%B6je/musik/philip-glass-the-etudes-philip-glass-maki-namekawa-v%C3%ADkingur-%C3%B3lafsson-piano-1.436324
 16. https://www.ft.com/content/25aaddf0-ef27-11e4-a6d2-00144feab7de
 17. http://www.gramophone.co.uk/classical-music-news/mark-simpson-named-as-the-bbc-philharmonics-new-composer-in-association
 18. https://www.nytimes.com/2017/08/11/arts/music/the-pianist-vikingur-olafsson-on-why-philip-glass-matters.html
 19. https://www.gramophone.co.uk/review/glass-%C3%A9tudes-%E2%80%93-selection-glassworks-%E2%80%93-opening
 20. http://artsfuse.org/157212/cd-reviews-philip-glass-piano-works-and-dessays-pictures-of-america/
 21. http://artsfuse.org/157212/cd-reviews-philip-glass-piano-works-and-dessays-pictures-of-america/
 22. https://www.npr.org/sections/deceptivecadence/2017/12/19/570182207/npr-musics-top-10-classical-albums-of-2017
 23. https://www.gramophone.co.uk/feature/critics-choice-2017
 24. https://www.nytimes.com/2017/12/13/arts/music/best-classical-music-recordings-2017.html?rref=collection%2Fspotlightcollection%2Fclassical-music-reviews
 25. http://www.bach-cantatas.com/Bio/Olafsson-Vikingur.htm
 26. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. október 2016. Sótt 9. nóvember 2016.
 27. http://reykjavikmidsummermusic.com/
 28. http://www.vinterfest.se/vikingur-olafsson-ny-konstnarlig-ledare-for-vinterfest/
 29. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júlí 2018. Sótt 9. nóvember 2016.
 30. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. janúar 2015. Sótt 9. nóvember 2016.
 31. http://www.vb.is/skodun/skritnir-karlar-rimur-og-pianoleikur/96940/
 32. http://www.ruv.is/thaettir/fjorar-hendur-og-flygill
 33. https://vimeo.com/107397899
 34. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júní 2017. Sótt 9. nóvember 2016.
 35. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júní 2017. Sótt 9. nóvember 2016.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]