Kýros mikli
Jump to navigation
Jump to search
Þetta æviágrip sem tengist fornfræði og sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Kýros mikli, einnig þekktur sem Kýros eldri,[1] (um 600 f.Kr. eða 576 f.Kr. – 530 f.Kr.) var fyrsti konungur Persaveldis og stofnandi þess. Hann var sonur Kambýsesar 1. af akkæmenísku ættinni. Kýros ríkti í 29 eða 30 ár. Á valdatíma hans lagði Persaveldi undir sig nær allar þjóðir í Miðausturlöndum, mikið af Suðvestur-Asíu og Mið-Asíu, frá Egyptalandi og Hellusundi í vestri til Indus-fljóts í austri. Veldi hans var stærsta heimsveldi sögunnar á hans tíma.[2] Kýros virti hefðir og trúarbrögð þeirra landa sem hann lagði undir sig.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Kuhrt, Amélie. The Ancient Near East: C. 3000-330 BC (London: Routledge, 1995).
