Fara í innihald

Prentfrelsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fjölmiðlafrelsi)

Prentfrelsi eða fjölmiðlafrelsi er frelsi til að tjá skoðanir og miðla upplýsingum með útgáfu, hvort sem er á prenti eða í rafrænum miðlum. Prentfrelsi var hluti af þeim grundvallarréttindum sem stjórnmálabaráttan á 18. öld innleiddi og var stefnt gegn ritskoðun yfirvalda. Í mörgum löndum er prentfrelsi varið í stjórnarskrá.

Á Íslandi var prentfrelsi varið í stjórnarskránni frá fyrstu gerð hennar en eftir að Ísland fullgilti mannréttindasáttmála Evrópu 1994 var því breytt í málfrelsisákvæði.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.