Munur á milli breytinga „Desmond Tutu“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: {{Persóna | nafn = Desmond Tutu | búseta = | mynd = Archbishop-Tutu-medium.jpg | myndastærð = 250px | myndatexti = | fæðingardagur = {{fæ...)
 
Árið 1985 varð Tutu biskup Jóhannesarborgar og árið 1986 varð hann erkibiskup Höfðaborgar, sem er æðsta staða ensku biskupakirkjunnar í suðurhluta Afríku. Sem leiðtogi kirkjunnar reyndi hann að gerast komast að sameiginlegum niðurstöðum og stóð meðal annars fyrir því að konum var leyft að gegna prestsstörfum í kirkjunni. Árið 1986 varð hann forseti [[Afríska kirkjusambandið|Afríska kirkjusambandsins]] (''All-African Conference of Churches''; ''AACC'') og ferðaðist enn víðar um álfuna. Þegar [[Frederik Willem de Klerk]] forseti leysti [[Nelson Mandela]], einn helsta baráttumanninn gegn aðskilnaðarstefnunni, úr fangelsi og hóf viðræður við hann til að binda enda á hana gerðist Tutu milliliður og sáttasemjari milli ýmissa fylkinga blökkumanna í landinu. Eftir að almennar kosningar voru haldnar árið 1994 og Mandela var kjörinn forseti útnefndi hann Tutu sem formann [[Sannleiks- og sáttanefndin (Suður-Afríka)|Sann­leiks- og sátta­nefnd­ar]] sem átti að rannsaka mannréttindabrot sem báðar fylkingar höfðu framið í baráttunni um aðskilnaðarstefnuna.<ref name="harðstjórn">{{cite news|title=Tutu varar við harðstjórn|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/428373/|publisher=''[[mbl.is]]'' |date=31. október 1998|accessdate =9. september 2018}}</ref>
 
Síðan aðskilnaðarstefnan leið undir lok hefur Tutu barist fyrir réttindum samkynhneigðra og tjáð sig um ýmis málefni. Meðal annars hefur hann talað um deilur [[Ísrael]]a og [[Palestína|Palestínumanna]]<ref name="ísraelpalestína">{{cite news|title=Tutu skammar Ísraela og Palestínumenn|url=http://www.visir.is/g/2008690941025/tutu-skammar-israela-og-palestinumenn|publisher=''[[Vísir]]'' |date=29. maí 2008|accessdate =9. september 2018}}</ref>, mótmælt [[Íraksstríðið|Íraksstríðinu]] og gagnrýnt suður-afrísku forsetana [[Thabo Mbeki]] og [[Jacob Zuma]]. Árið 2010 dró Tutu sig í hlé frá opinberum störfum.<ref name="helgur steinn">{{cite news|title=Des­mond Tutu dreg­ur sig í hlé|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2010/10/07/desmond_tutu_dregur_sig_i_hle/|publisher=''[[mbl.is]]'' |date=7. október 2010|accessdate =9. september 2018}}</ref>
 
Tutu var mjög umdeildur allt frá því að hann byrjaði að láta á sér bera á áttunda áratuginum. Hvítir íhaldsmenn sem studdu aðskilnaðarstefnuna hötuðu hann og sumum hvítum frjálslyndismönnum þótti hann of róttækur. Aftur á móti sökuðu margir svartir róttæklingar hann um að vera of hófsamur og um að vera of umhugað um velvild hvíta minnihlutans og [[Marxismi|Marx-Lenínistar]] gagnrýndu hann fyrir andkommúnískar skoðanir hans. Tutu var ávallt mjög vinsæll í samfélagi blökkumanna í Suður-Afríku og á heimsvísu naut hann mikillar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni. Meðal annars hlaut hann [[friðarverðlaun Nóbels]] fyrir störf sín árið 1984.

Leiðsagnarval