Sögur af landi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sögur af landi er plata með íslenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens sem kom út þann 9. október 1990. Líkt og flestar plötur Bubba á þessum tíma vann hinn sænski Christian Falk plötuna með Hilmari Erni Hilmarssyni. Að sögn Hilmars bætti Falk miklu við lögin.Til dæmis flautukaflann í laginu Síðasti örninn sem og endurskapað lagið Sonnetta. Í viðtali við Bubba í DV sagðist Bubbi vera að vinna að plötu undir nafninu RASK, en því heiti var skipt út fyrir Sögur af landi.

En þrátt fyrir að Bubbi bjóði ekki upp á margt nýtt á Sögum af landi fyrirgefst honum það einfaldlega vegna þess að þetta er skrambi góð plata. Bubbi virðist vera í mjög góðu jafnvægi, sáttur við lífið og tilveruna og umfram allt sjálfan sig. Allt þetta endurspeglast í tónlistinni og ekki síður í textunum sem eru betri og vandaðri en nokkru sinni fyrr Sigurður Þór Salvarsson, gagnrýnandi DV

Sögur af landi var síðasta plata Bubba með Christian Falk. Í ljóði í ljóðabók Öskraðu gat á myrkrið talaði Bubbi um Falk

hann gat tamið öll hljóðfærin

Þau hlýddu honum

eins og sirkusdýr

engin svipa bara ástríða

og fegurð hjartans

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Plata eitt: A-hlið

  1. Sonnetta
  2. Laugardagsmorgunn
  3. Vals fyrir Brynju
  4. Fjólublátt flauel
  5. Að eilífu ung
  6. Blóðbönd

Plata eitt: B-hlið

  1. Síðasti örninn
  2. Stúlkan sem starir á hafið
  3. Guli flamingóinn
  4. Syneta

Á geisladiskaútgáfu plötunnar bætust eftirfarandi lög við

  1. Sú sem aldrei sefur
  2. Í kvöld er talað fátt
  3. Hann er laxveiðisjúklingur og veit ekki af því

Á sérútgáfu plötunnar sem kom út þann 6. júní 2006 í tilefni fimmtugsafmælis Bubba bættust eftirfarandi lög við

  1. Stúlkan sem starir á hafið (Hjátaka(
  2. Syneta (Hjátaka)
  3. Vals fyrir Brynju (Hjátaka)
  4. Sonnet (af plötunni Icebreakers)
  5. Last eagle (af plötunni Icebreakers)
  6. Bloodties (Hjátaka)