Stormurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stormurinn er plata eftir Íslenska tónlistarmanninn Bubba Morthens sem kom út 7. maí 2013. Upptökur á plötunni hófust í byrjun 2012. Bubbi tók upp 22 lög fyrir plötuna en valdi svo einungis 15 sem komust á plötuna. Stormurinn var þarsíðasta plata Bubba sem hann vann með Berki og Daða Birgissonum, en sú síðasta var Æsku minnar jól. Daði sagði að Bubbi hafi stundum komið í heimsókn í Stúdíó Sýrland, plokkað fyrir bræðurna á gítarinn og sagt þeim sögur yfir kaffibolla.

Við hugsuðum það verður að gera svona plötu, bara Bubbi og kassagítar. Yfirleitt voru þetta tveir hljóðnemar. Daði Birgisson

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Allt var það krónunni að kenna
 2. Fyrir mörgum sumrum síðan
 3. Lipurtá
 4. Hoggið í stein
 5. Ruggaðu mér í svefn
 6. Brostu
 7. Afmælið
 8. Einu sinni enn
 9. Brosandi börn
 10. Tíðindarlaust af vesturvígstöðum
 11. Kirkjan
 12. Stormurinn
 13. Best er bara að þegja
 14. Karlskröggur
 15. Trúðu á ljósið