Bríet (söngkona)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bríet
FæddBríet Ísis Elfar
22. mars 1999 (1999-03-22) (25 ára)
Reykjavík, Ísland
Ár virk2018–í dag
StefnurPopp
Útgefandi
VefsíðaFésbókarsíða

Bríet Ísis Elfar (f. 22. mars 1999),[1] þekkt sem einfaldlega Bríet, er íslensk tónlistarkona. Meðal þekktra laga hennar eru „Esjan“,[2] „Feimin(n)“[3], „Rólegur kúreki“[4], „Sólblóm“, „Fimm“, „Djúp sár gróa hægt“[5] og „Flugdreki“.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Bríet fæddist í Reykjavík; foreldrar hennar eru Benedikt Elfar og Ás­rún Laila Awad,[6][7] en móðurafi hennar Ómar Ahmed Hafez Awad er af egypskum uppruna og flutti til Íslands árið 1965.[8] Bríet stundaði nám við Laugarlækjarskóla og fór svo í Menntaskólann við Hamrahlíð.[9]

Fyrsta lagið hennar, „In Too Deep“, kom út 2018.[1]

Bríet semur lög sín með Pálma Ragnari Ásgeirssyni,[10][11] sem kenndur er við StopWaitGo og Rok-Records.[12]

Platan Kveðja, Bríet kom út árið 2020. 8 lög af þeirri plötu náðu inn á Topp 10 lista Spotify á Íslandi.[13]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • 22.03.99 (2018)[14]
  • Kveðja, Bríet (2020)[14]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • „In Too Deep“ (2018)
  • „Feimin(n)“ (2018)[14]
  • „Hata að hafa þig ekki hér“ (Samsung Sessjón) (2018)
  • „Carousel“ (feat. Steinar) (2018)
  • „Dino“ (2019)
  • „Day Drinking“ (2019)[14]
  • „Esjan“ (2020)[14]
  • „Heyrðu mig“ (2020)[14]

Sem meðflytjandi[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Stökk ekki á fyrsta tilboðið“. RÚV. 5. september 2018. Sótt 9. febrúar 2021.
  2. „Ein eftirsóttasta kona landsins komin á fast“. www.mbl.is. Sótt 9. febrúar 2021.
  3. „„Þegar maður er feiminn þá er hægt að misskilja svo margt". 101.live. Sótt 9. febrúar 2021.
  4. „From Iceland — The Grapevine Music Awards 2021: Bríet & JFDR - In Conversation“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). 25. janúar 2021. Sótt 9. febrúar 2021.
  5. „Þetta voru vinsælustu lögin á Íslandi 2021“. K100. 1. ágúst 2022. Sótt 22. júní 2022.
  6. Kristlín Dís Ingilínardóttir (23. október 2020). „Ást­fangin í ástar­sorg“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2021. Sótt 23. júní 2022.
  7. Pétur Magnússon (30. júní 2019). „Ég vil vera Bríet“. Morgunblaðið Sunnudagur. bls. 10.
  8. „Ahmed Hafez Awad“. Morgunblaðið. 3. september 2015. Sótt 23. júní 2022.
  9. „Bríet Í Listasafninu og Soccer Mommy í Gamla bíó“. RÚV. 28. nóvember 2019. Sótt 9. febrúar 2021.
  10. „Bríet hélt hún væri álfakona: „Ég læri mest af mistökum annarra". DV. 20. október 2019. Sótt 9. febrúar 2021.
  11. „Bríet frumflutti plötuna með ljósasýningu undir stjörnubjörtum himni í Krýsuvík - Vísir“. visir.is. Sótt 9. febrúar 2021.
  12. „„Þegar maður er feiminn þá er hægt að misskilja svo margt". 101.live. Sótt 9. febrúar 2021.
  13. „Bríet hefði mátt vera orðljótari við kúrekann“. RÚV. 27. október 2020. Sótt 9. febrúar 2021.
  14. 14,0 14,1 14,2 14,3 14,4 14,5 „BRÍET“. Spotify (enska). Sótt 24. janúar 2021.