Tungumál (plata)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Túngumál er plata eftir Íslenska tónlistarmanninn Bubba Morthens sem kom út 6. júní 2017. Platan er undir suður-Amerískum áhrifum, líkt og Von, plata Bubba frá 1992, en í staðinn fyrir Kúbu leitaði Bubbi alla leið til Chile.

Þegar ég fór að spekúlera í að gera þessa plötu þá hugsaði ég með mér að það væri gaman að vinna með áhrifin frá Suður-Ameríku, en ekki sem eftiröpun heldur miklu fremur að bræða saman áhrifin í sköpun sem yrði minn hljóðheimur og mín sýn á þessi áhrif. Þetta er kveikjan að þessari plötu, Túngumál. Bubbi Morthens

Bassaleikarinn sem Bubbi fékk til að spila á Túngumáli var Guðmundur Óskar Guðmundsson, eða Góskar. Hann var með aðst-ðu í sama húsi og Bubbi nýtti. Þeir þekktust fyrir, en Guðmundur spilaði í hljómsveit með Bubba til að kynna plötur sem Bubbi vann með Berki og Daða Birgissonum á árunum 2011-13. Bubbi fékk hann með í hljómsveitina sem spilaði undir á plötunni og bað hann svo að gera með sig plötu síðla árs 2018.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ég er maður margra galla
  2. Rökkurljós
  3. Ástin fer alltaf sína leið
  4. Skilaðu skömminni
  5. Sól bros þín (kom einnig út á smáskífu)
  6. Cohen blús
  7. Ég hef enga skoðun (kom einnig út á smáskífu)
  8. Skýin hafa enga vængi
  9. Það er þannig sem það er
  10. Konur
  11. Bak við járnaðan himinn
  12. Guð Blessi Ísland