Das Kapital (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Das Kapital var Íslensk-bandarísk hljómsveit sem stofnuð var af íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens og bandaríska tónlistarmanninum Daniel Pollock árið 1984.

Saga (1984-1985)[breyta | breyta frumkóða]

Bubbi kvaddi Ísland með tvennum tónleikum í apríl 1984: eins vegar með Vísnavinum 3. apríl; og hins vegar á Safarí þremur dögum síðar. Hann var á leiðinni til Bandaríkjanna til að verða frægur. Með honum í Bandaríkjunum var fyrrverandi meðlimur Utangarðsmanna, Daniel Pollock.

Ég fór með honum til LA og San Fransisco þar sem konan hans var. Þetta var bara flipp í raun og veru. Hann talaði um að fara í stúdíó og ég fór með einhverja gítara en þeir voru aldrei notaðir og það var ekkert af því. Hann var bara að elta konuna og kókið. Daniel Pollock.

Með Pollock og Bubba var krítarkort frá Búnaðarbankanum með sjálfsábyrgðarvíxil sem Steinar Berg, forstjóri plötufyrirtækisins Steinar ehf, skrifaði upp á. Af krítarkortinu eyddi Bubbi um það bil 7.000.000 krónur á núvirði í kókaín. Þegar til Ameríku var komið var kona Bubba, Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari, kominn með nýjan mann, Bandaríkjamann, og þar með var hjónaband þeirra Bubba búið. Ameríkuferðin var því styttri en planað var þegar í hana var farið. Í viðtölum þegar að Bubbi og Danni voru komnir heim sagði Bubbi að hann og Danni höfðu stofnað hljómsveit þegar þeir voru úti sem skipuð væri honum, Danna og breskum trommara sem héti Paul en bassaleikari væri óráðinn. Í viðtali við DV sagði Bubbi að sveitin væri kominn á gott ról úti en bassaleikari væri enn óráðinn, en þeir Danni hefðu hitt stelpu á tónleikum í Los Angeles sem þeir voru að íhuga að ráða sem bassaleikara. Bandarísk útgáfa Kapitalsins samanstóð af Mikka Pollock, bróður Danna og fyrrverandi Utangarðsmanns, og Björgvins Gíslasonar. Svo var Íslensk útgáfa sveitarinnar stofnuð. Hún samanstóð af Jakob Smára Magnússyni, sem átti eftir að vera með Bubba í Stríð og friði 17 árum síðar, á bassa, Guðmund Þór Gunnarssyni á trommum, og Björgvin Gísla og Mikka Pollock. Í júní sama ár var sænska hljómsveitin Imperiet stödd á Íslandi vegna Norrokk-hátíðar sem haldin var í Laugardalshöll. Bubbi og bassaleikari Imperiet, Christian Falk, urðu stuttu síðar mjög miklir vinir og þess má líka geta að Christian varð eftir á Íslandi með Bubba og félagarnir reyktu hassolíu og fóru í veiði.

Við spiluðum þarna um verslunarmannahelgina og svo er bara farið um haustið og tekin upp þessi plata og þá kynnist ég honum. Þetta var svo mikið goð í mínu augum að það var pínu erfitt og svo var hann svo erfiður á þessum tíma, það var bara mikið rugl í gangi, mikil dópneysla á honum. Það er stundum sagt að maður eigi aldrei að kynnast goðunum sínum, hvað þá að vinna með þeim. En það var samt svo magnað að það myndaðist vinskapur sem hefur staðið síðan. Þegar við byrjuðum með Das Kapital var ég í fullri vinnu, dagvinnu, og Bubbi sagði bara: Blessaður, þú þarft ekkert að vinna þú átt eftir að græða miklu meira með mér, sem varð svo ekki, ég átti ekki einu sinni í strætó. Jakob Smári Magnússon

17. september 1984 var haldið í Hljóðrita til að taka upp plötu. Fyrsta daginn var Björgvin með en svo hætti hann eftir þann dag. "Hann gafst uppi á Bubba" eins og Bubbi sagði sjálfur. Jens Hansson, sem átti eftir að ganga til liðs við sveitina, blés í saxófón í Blindskeri og Arnþór Jónsson spilaði á selló. Platan, sem fékk nafnið Lili Marlene, kom út 10. nóvember, og útgáfutónleikar hennar voru á Hótel Borg 22. nóvember.

Þótt Bubbi sé sérkapítuli út af fyrir sig er Das Kapital það ekki. Lili Marlene er fremur lítið spennandi plata... Enginn skyldi þó fordæma gamalt Rokk, ég manna síst, en það er ekkert í það varið þegar það er illa fram sett eins og raunin er æði oft á Lili Marlene. Sigurður Sverrisson, gagnrýnandi Morgunblaðsins

Fyrstu tónleikar Das Kapital voru 1. ágúst, Lili Marlene kom út 10. nóvember og síðustu tónleikar sveitarinnar voru 20. desember. Upptökur á næstu sóloplötu Bubba, sem fékk nafnið Kona, byrjuðu 2. janúar 1985. Stuttu síðar voru meðlimir sveitarinnar kallaðir saman á kaffihús og Ásmundur tilkynnti að Das Kapital væri farin í pásu, Bubbi væri farin í meðferð.

Lili Marlene: Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Plata eitt A-hlið

Launaþrællinn

Svartur gítar

Leyndarmál frægðarinnar

Giftu þig 19

10000 króna frétt

Plata eitt: B-hlið

Lili Marlene

Blindsker

Snertu mig

Fallen angels

Bönnum verkföll