Sól að morgni
Sól að morgni er plata með íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens og hljómsveitinni Stríð og Friður. Þetta var önnur plata Bubba með Stríð og frið og fyrsta breiðskífan síðan Trúir þú á engla sem Bubbi stjórnaði upptökum á sjálfur. Miðað við fyrstu plötu Bubba með Stríði og friði þá var friðurinn að einhverju leyti ekki heill. Pétur Hallgrímsson, sem var með Guðmundi Péturssyni á gítar á fyrstu plötunni, var upptekinn við annað. Sól að morgni var líka önnur platan í "fjölskyldu þríleik" Bubba sem hann byrjaði á með Lífið er ljúft árið 1993. Sól að morgni kom út 7. október 2002 og var heldur vel tekið. Skarphéðinn Guðmundsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins á þessum tíma, sagði að plötunni mætti skipa með bestu plötum Bubba og
spurning hvort tíminn mun ekki hreinlega leiða í ljós að hún sé hans allra besta.
Þess má geta að lokalagið á plötunni, Kveðja, hefur verið notað í riflega 1000 minningagreinum. Sól að morgni sló í gegn, að minnsta kosti miðað við Nýbúann, en hún seldist í um 10.000 eintökum.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Við Gróttu
- Guð er kona
- Klettur í hafi
- Við tveir
- Hún sefur
- Fyrir löngu síðan
- Hvað kemur það mér við
- Þar sem gemsarnir aldrei þagna
- Þá verður gaman að lifa
- Eliðáarþula
- Skjól hjá mér þú átt
- Kveðja