Arfur (breiðskífa)
Arfur er plata með íslenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens sem kom út 10. október 1998. Þetta var fyrsta platan síðan að Bubbi gaf út plötuna Hvíta hliðin á svörtu 3. nóvember 1996 þar sem hann stýrði upptökum sjálfur. Í viðtali við Morgunblaðið í júní 1998 sagðist hann vera að vinna upp úr Vikivakahandritum 15. til 17. öld sem hann fannst "óplægður akur"
Ég hef einnig verið að vinna með þuluformið sem mér finnst vanmetið. Ég hef reynt að draga þuluna inn í nútímann og notað hana við að gera lög um óregluveröldina og eiturlyfjanotkun. Þessi form eru ómæld náma og arfur okkar og ættu að nýtast næstu kynslóð. Bubbi í fyrrnefndu viðtali við Morgunblaðið, júní 1998
frásagnir í eins konar þuluformi, frásagnir um subbuskap og óréttlæti, frjálshyggju og ást, óblíð örlög og rotið innræti Páll Svansson, gagnrýnandi Dv, um plötuna Arf
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Láttu sem þú sofir
- Hvert fer fólkið
- Færeyings þula Kidda
- Gluggagægir
- Í nafni frjálshyggju og frelsis
- Þeir fengu fiskinn í arf
- Vandi er um að spá
- Jesús Pétur Kiljan og hin heilaga Jómfrú og aumingja ég
- Þú veist það núna (Englar alheimsins)
- Þú og ég
- Myndir frá hinni hlið lífsins
- Fagrar heyrði ég raddirnar
- Ísaðar gellur
- Er því best
- Stimpilklukkupabbar