Fara í innihald

Haukur Morthens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haukur Morthens
Haukur Morthens söngvari í upphafi ferilsins
Haukur Morthens söngvari í upphafi ferilsins
Upplýsingar
FæddurHaukur Morthens
1924
Dáinn1992
StörfSöngvari
HljóðfæriRödd
Haukur Morthens - Fjögurra laga plata 1957-8
Haukur Morthens söngvari 1959
Haukur Morthens söngvari 1962
Haukur Morthens - Faxafón NO 101
Haukur Morthens - Faxafón NO 102
Haukur Morthens - Tilhugalíf 1981

Gústav Haukur Morthens (17. maí 192413. október 1992) var íslenskur söngvari. Hann var einn frægasti söngvari á Íslandi á seinni hluta 20. aldar. Haukur Morthens var föðurbróðir Bubba Morthens.

Haukur Morthens fæddist við Þórsgötu í Reykjavík, sonur Edvards Morthens, norsks manns og Rósu Guðbrandsdóttur ættaðri úr Landssveit. Haukur var 11 ára þegar hann kom fyrst fram með Drengjakór Reykjavíkur á söngskemmtan í Nýja bíó og söng einsöng. Svo liðu árin, Haukur þroskaðist sem og feimnin sem átti tök í honum. Í Alþýðuprentsmiðjunni þar sem hann var við nám, þá 18 ára, voru tvær stúlkur sem voru að undirbúa skemmtun fyrir Alþýðuflokkinn. Þær voru ólmar að fá þennan unga og glæsilega mann til að syngja á skemmtuninni enda höfðu fregnir borist um hæfileika hans. Haukur var tregur til enda feiminn en gat vart neitað svo fögrum meyjum og sló til.[1] Þar með var teningunum kastað og þegar Haukur Morthens hóf feril sinn 19 ára með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar eignaðist þjóðin einn sinn frægasta, ástsælasta og þekktasta dægurlagasöngvara fyrr og síðar.[2]

Tónlistarferill

[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitarstjórar sóttust eftir að fá Hauk til að syngja með hljómsveitum sínum því hann var trygging fyrir vinsældum og fullu húsi. Árið 1962 stofnaði hann eigin hljómsveit og var ráðinn til að skemmta í hinum nýja og glæsilega skemmtistað Klúbbnum við Borgartún. Þaðan lá leiðin vítt um lönd og næstu þrjátíu ár söng Haukur sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem Dana og Rússa ýmist sem gestasöngvari með erlendum hljómsveitum eða með eigin hljómsveit.

Stóru plöturnar

[breyta | breyta frumkóða]

Haukur Morthens syngur

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta stóra platan með Hauki kom út á vegum Fálkans 1963. Þetta var sextán laga plata með áður útgefnum lögum á 78 snúninga plötum og litlum 45 snúninga.

Hátíð í bæ

[breyta | breyta frumkóða]

Jólaplatan "Hátíð í bæ" kom út hjá Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur fyrir jólin 1964. Þetta er fyrsta stóra (LP) jólaplata sem kemur út á íslensku. Alþýðublaðið skrifaði um plötuna 17. desember 1964.

Með beztu kveðju

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1968 var til veitingastaður við Skólavörðuholt sem hét Hábær, þar skemmti Haukur Morthens ásamt hljómsveit.

Nú er Gyða á gulum kjól

[breyta | breyta frumkóða]

Rétt fyrir jólin 1978 kom þriðja stóra platan frá Hauki og nefndist hún "Nú er Gyða á gulum kjól".

Lítið brölt

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar platan "Lítið brölt" kom út árið 1980 skrifaði tónlistargagnrýnandi Dagblaðsins, Eyjólfur Melsted um plötuna.

Árið 1981 ræddi blaðamaður helgarpóstsins, Páll Pálsson við Hauk um nýustu plötuna sem var jólaplata unnin með drengjunum í Mezzoforte.

Þriggja diska safn

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2008 kom út þriggja diska safn með Hauki Morthens á vegum Senu. Einn af umsjónarmönnum með þeirri útgáfu var Trausti Jónsson veðurfæðingur sem sagði meðal annars þetta um Hauk og hljómplötuútgáfu í fylgibæklingi.


Haukur Morthens stofnaði eigin hljómplötuútgáfu árið 1964 og nefndi "Faxafón". Á lífskeiði útgáfunnar komu út fimm plötur með Hauki, tvær 45 snúninga og þrjár LP plötur auk kasetta og CD.

45 snúninga

LP

CD

  • Faxafón CD 001 - Haukur Morthens - Hátíð í Bæ, 20 Jóla- og Barnasöngvar - 1994

Aðrir útgefendur

[breyta | breyta frumkóða]

78 snúninga

  • JOR 209 - Haukur Morthens - Ó borg, mín borg // Hvar ertu? - 1954
  • JOR 210 - Haukur Morthens - Lítið lag // Ástin ljúfa - 1954
  • JOR 211 - Haukur Morthens - Bjössi kvennagull // Svo ung ert þú - 1954
  • JOR 212 - Haukur Morthens - Til eru fræ // Síðasti dansinn - 1954 - (YouTube - http://www.youtube.com/watch?v=bXAXYx99kzw)
  • JOR 213 - Haukur Morthens - Stína Ó Stína // Heimkynni bernskunnar - 1954
  • JOR 214 - Haukur Morthens - Suður um höfin // Brúna ljósin brúnu - 1954
  • JOR 217 - Haukur Morthens - Istanbul // Too little time - 1954
  • JOR 218 - Haukur Morthens - Í kvöld // Á Jónsmiðum - 1954
  • JOR 219 - Haukur Morthens - Jólaklukkur // Hvít Jól - 1954
  • JOR 220 - Haukur Morthens - Ég er kominn heim // Abba-lá - 1954
  • JOR 224 - Haukur Morthens - Hæ mambo // Hið undursamlega ævintýri - 1955
  • JOR 225 - Haukur Morthens - Kaupakonan hans Gísla í Gröf // Ég er farmaður fæddur á landi - 1955
  • JOR 226 - Haukur Morthens - Eldur í öskunni leynist // Carmen sita - 1955
  • JOR 228 - Haukur Morthens - Vísan um Jóa // Gunnar póstur - 1955
  • JOR 229 - Haukur Morthens - Hljóðlega gegnum hljómskálagarð // Ég bíð þín, heillin - 1956
  • JOR 233 - Haukur Morthens - Nú veit ég // Sextán tonn - 1957
  • JOR 236 - Haukur Morthens - Pep // Þér ég ann - 1957 - (YouTube - http://www.youtube.com/watch?v=YD-Lhi4xXHM)
  • JOR 237 - Haukur Morthens - Halló...skipti...// Lagið hans Guðjóns - 1957

45 snúninga

  • GEOK 199 - Haukur Morthens - Lóa littla á brú / Lipurtá // Rock-calypso í réttunum / Stefnumót -
  • GEOK 200 - Haukur Morthens - Erla Þorsteinsdóttir - Lög eftir 12 september (innih.: Draumur fangans / Littli tónlistarmaðurinn // Heimþrá / Frostrósir - 1958
  • GEOK 219 - Haukur Morthens - 12 mílur (innih.: Í landhelginni / Heima // Landleguvals / Simbi sjómaður - 1959 - (YouTube - http://www.youtube.com/watch?v=M2_iXCGG-3M)
  • DK 1465 - Haukur Morthens - Lóa litla á brú // Erla Þorsteinsdóttir - Stungið af (endurútgáfa, DK 1450) - 1958
  • DK 1466 - Haukur Morthens - Frostrósir // Rock calypso í réttunum - 1958
  • DK 1467 - Haukur Morthens - Stefnumót // Bláu augun - 1958
  • DK 1468 - Haukur Morthens - Lipurtá // Capri Katarina - 1958 - (YouTube - http://www.youtube.com/watch?v=58AvwYoMqWo)
  • DK 1472 - Haukur Morthens - Erla Þorsteinsdóttir - Þrek og tár // Erla Þorsteinsdóttir - Litli tónlistarmaðurinn - 1958 - (YouTube - http://www.youtube.com/watch?v=tHpvHLk62qI)
  • DK 1486 - Haukur Morthens - Við fljúgum (Loftleiðavals) // Ciao, ciao, bambina - 1959
  • DK 1531 - Haukur Morthens - Lonesome sailor boy // Black angel - 1960
  • DK 1596 - Haukur Morthens - Vorið er komið // Smalastúlkan - 1962
  • DK 1597 - Haukur Morthens - Í faðmi dalsins // Í hjarta mér - 1962

LP

  • MOCK 1004 - Haukur Morthens - Haukur Morthens syngur - 1963

45 snúninga

  • HSH45-1011 - Haukur Morthens - Áður oft ég hef // Hulda - 1961
  • HSH45-1012 - Haukur Morthens - Blátt lítið blóm eitt er // Vinakveðja - 1962
  • HSH45- - Haukur Morthens - Vorið er komið // Blátt lítið blóm eitt er - 1962
  • HSH45-1017 - Haukur Morthens - Tóta litla tindilfætt // Hlíðin mín fríða - 1963
  • HSH45-1018 - Haukur Morthens - Kvöldið er fagurt // Lífsgleði njóttu - 1964
  • HSH45-1019 - Haukur Morthens - Amorella // Hafið bláa - 1964

LP

SG-hljómplötur

[breyta | breyta frumkóða]

LP

  • SG 073 - Haukur Morthens - 24 metsölulög í nýjum útsetningum Ólafs Gauks - 1974

45 snúninga.

  • Plat 1508 - Haukur Morthens - Tilhugalíf // Hvert liggur leið - 1981

LP

CD

  • TD 006 - Haukur Morthens - Gullnar glæður - 1992

Frost Music

[breyta | breyta frumkóða]

LP

  • FVINIL 001 - Haukur Morthens - Hátíð í bæ - 2011 - Endurútgáfa
  • RUV 20208 - Haukur Morthens - Útvarpsperlur - 1966 - 1968

http://verslun.ruv.is/verslun/?p=skoda_voru&intCatId=65&vorunumer=20208[óvirkur tengill]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jónas Jónasson (1993): bls. 25.
  2. Jónas Jónasson (1993): bls. 27.
  • Jónas Jónasson (1993). Til eru fræ. Fróði. ISBN 9979802154.