Fara í innihald

Frelsi til sölu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frelsi til sölu er breiðskífa með Íslenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens sem kom út 13. nóvember 1986. Myndin á umslagi plötunnar er mynd af Bubba í Bláa lóninu sem Bjarni Friðriksson, fyrrverandi hljóðmaður Egósins, tók. Umslaginu fylgdi mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og brot úr blaðinu Fantasíu þar sem að Jóhannes Sveinsson Kjarval andmælti hvalveiðum. Haustið 1987 var platan búinn að seljast í um 17.000 eintökum.

Plata eitt: A-hlið

  1. Serbinn
  2. Sló Sló
  3. Sex að morgni
  4. Er nauðsynlegt að skjóta þá
  5. Maðurinn í speglinum

Plata eitt: B-hlið

  1. Augun mín
  2. Gaukur í klukku
  3. Evrópa er fallin
  4. Stikkfrí
  5. Land til sölu

Með geisladiskaútgáfu plötunnar sem kom út 6. júní 1987 bættust eftirfarandi lög við:

  1. Blindsker
  2. Leyndarmál frægðarinnar
  3. Þjóðlag
  4. Skyttan

Síðan bættust eftirfarandi lög við upprunalegu plötunna:

  1. Skyttan (úr kvikmyndinni Skytturnar)
  2. Skapar fegurðin hamingjuna (af 12" plötu)
  3. Búgí-vúgí elskhuginn (af 12" plötu)
  4. Vítisengill á Davidson (Hjátaka)
  5. Whale song (af Serbian Flower)
  6. President song (af Serbian Flower)
  7. Six o'clock in the morning (af Serbian Flower)
  8. Serbian Flower (af Serbian Flower)
  9. Paranoia (af Serbian Flower)