Nóttin langa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nóttin langa er plata með islenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens sem kom út 15. nóvember 1989. Eftir að Christian Falk, vinur Bubba til margra ára og fyrrverandi bassaleikari hinnar sænsku Imperiet, kom til landsins í febrúar með slagverksleikarann Johan Söderberg byrjaði vinnsla á nýrri breiðskífu. Þeir fengu síðan Hilmar Örn Hilmarsson með sér í verkið því að Bubbi hafi beðið hann að koma að verkinu, en hann vann plötuna Höfuðslausnir með Magnúsi Þór Jónssyni ári áður. Hilmar stakk upp á hinum breska Ken Thomas sem upptökustjóra, en Thomas átti eftir að vinna með t.d. Páli Óskari, Nýdönsk, Botnleðju, Sigur Rós og mörgum öðrum. Platan var líka fæðing "Lamana ógurlegu," en það var það sem Hilmar, Christian Falk, Ken Thomas og Johan Söderberg kölluðu sig þegar að þeir spunnu upp úr og utan um demóum laga sem tekin voru upp "til að ná rétta andanum í lögunum." Í viðtali við Pressuna í apríl 1989 talaði Bubbi um plötunna og þar kallaði hann plötuna "Nóttina einu," eða Nox unique og að hún "fjalli um ástina á nóttunni."

Ég fékk rosalega mikið álit á Bubba sem lagasmið á þessum tíma og melódíugáfunni sem hann hafði. Við ýttum Bubba dáldið út í performans eins og í Mér stendur ekki, það var eitthvað sem Christian hafði heyrt og átti helst ekki að vera með. en við náðum að búa til dramatískan flutning sem var sannur. Við vorum alveg himinlifandi að taka þetta einfalda lag og búa til úr því eitthvað æði. Hilmar Örn Hilmarsson

Upphaflega áttu fyrsta og þriðja lag loka-útkomunar, Háflóð og Friðargarðurinn, ekki að vera á plötunni, en eftir að Bubbi sýndi Jónatani Garðarssyni plötunna ráðlagði Jónatan Bubba að bæta einu eða tveimur lögum inn á plötunna. Lagið Ég vil fá þína sál var þá tekið út af plötunni. Það var lagið Mér stendur ekki líka, en þau voru bæði sett inn á geisladiskaútgáfu plötunnar. Plötufyrirtækið Grammið fór á hausinn fyrr á árinu 1989, og því gaf plötufyrirtækið Geisli plötunna út. Geisli hafði líka gefið út smáskífunna Hver er næstur, en stuttu síðar varð Geisli gjaldþrota. Vorið 1990 gerði Bubbi útgáfusamning við Steinar ehf, en hann hafði ekki unnið með Steinum síðan 1984.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Plata eitt: A-hlið

  1. Háflóð
  2. Sagan endurtekur sig
  3. Friðargarðurinn
  4. Sextíu og átta
  5. Tíu fingur ferðast

Plata eitt: B-hlið

  1. Stríðsmenn morgundagsins
  2. Þau vita það
  3. Þú varst svo sæt
  4. Ég er að bíða

Eins og áður var nefnt bættust lögin Mér stendur ekki og Ég vil fá þína sál á geisladiskaútgágu plötunnar.

Eftirfarandi lög bættust við plötunna þegar að sérútgáfa plötunnar kom út í tilefni fimmtugsafmælis Bubba 6. júní 2006:

  1. Sagan endurtekur sig (Hjátaka)
  2. Ten fingers (Hjátaka)
  3. Hver er næstur (af 12" plötunni Hver er næstur)
  4. Þú þekkir þessi augu (af 12" plötunni Hver er næstur)
  5. Sumarið í Reykjavík (af 12" plötunni Hver er næstur)