Regnbogans stræti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Regnbogans stræti er breiðskífa eftir íslenska tónlistarmanninn Bubba Morthens. Platan kom út í ágúst 2019. Bubbi fékk bassaleikarann Guðmund Óskar Guðmundsson, sem hafði spilað undir á plötuni Túngumál tveimur árum fyrr, til að spila undir á þessari plötu. Ásamt Guðmundi á bassa ásamt því að taka upp, Hjörtur Ingvi Jóhannson á hljómborð, Örn Eldjárn á gítar, Aron Steinn Ásbjarnarsson á saxófón og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommum. Í bakröddum voru þau Elísabet Ormslev, Zöe, Rósa Björk Ómarsdóttir, Valdimar Guðmundsson og Stefanía Svavarsdóttir. Á plötunni var einnig að finna fyrsta dúett Bubba í átta ár. Dúettinn sá var lagið Án þín sem hann söng með Katrín Halldóru Sigurðardóttur, en síðasti dúett Bubba til að koma út á plötu með honum þá var lagið Háskaleikur sem hann flutti ásamt dóttur sinni, Grétu Morthens, á plötunni Ég trúi á þig.

Lagalisti.[breyta | breyta frumkóða]

 1. Velkominn.
 2. Eitt hjarta.
 3. Regnbogan stræti.
 4. Límdu saman heiminn minn.
 5. Án þín (með Katrín Halldóru)
 6. Skríða.
 7. Lífið fyrirgefur dauðanum.
 8. 21 tafla.
 9. Gamlárskvöld.
 10. Ást er allt sem þarf.
 11. Verstu dagarnir eru bestir