Regnbogans stræti
Regnbogans stræti er breiðskífa eftir íslenska tónlistarmanninn Bubba Morthens. Platan kom út í ágúst 2019. Bubbi fékk bassaleikarann Guðmund Óskar Guðmundsson, sem hafði spilað undir á plötuni Túngumál tveimur árum fyrr, til að spila undir á þessari plötu. Ásamt Guðmundi á bassa ásamt því að taka upp, Hjörtur Ingvi Jóhannson á hljómborð, Örn Eldjárn á gítar, Aron Steinn Ásbjarnarsson á saxófón og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommum. Í bakröddum voru þau Elísabet Ormslev, Zöe, Rósa Björk Ómarsdóttir, Valdimar Guðmundsson og Stefanía Svavarsdóttir. Á plötunni var einnig að finna fyrsta dúett Bubba í átta ár. Dúettinn sá var lagið Án þín sem hann söng með Katrín Halldóru Sigurðardóttur, en síðasti dúett Bubba til að koma út á plötu með honum þá var lagið Háskaleikur sem hann flutti ásamt dóttur sinni, Grétu Morthens, á plötunni Ég trúi á þig.
Lagalisti.
[breyta | breyta frumkóða]- Velkominn.
- Eitt hjarta.
- Regnbogan stræti.
- Límdu saman heiminn minn.
- Án þín (með Katrín Halldóru)
- Skríða.
- Lífið fyrirgefur dauðanum.
- 21 tafla.
- Gamlárskvöld.
- Ást er allt sem þarf.
- Verstu dagarnir eru bestir