Blús fyrir Rikka
Blús fyrir Rikka er plata með íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens sem kom út þann 1. júlí 1986. Platan var önnur plata Bubba þar sem að Magnús Þór Jónsson (Megas) birtist en þeir sungu lögin Fatlafól og Heilræðavísur #2 á plötu Bubba frá 1983, Fingraför. Þeir sungu lag Megasar, Um skáldið Jónas, og lag Bubba, Ísbjarnarblús, á Blús fyrir Rikka auk þess að Bubbi söng lag Megasar, Skutullinn, eins síns liðs. Bubbi söng auk þess blúslög á ensku á borð við Rock island line eftir Breska söngvarann Lonnie Donegan. Á plötunni voru upptökur frá tónleikaferðalögum Bubba frá 1985, aðallega úr Konu-túrnum sem Bubbi fór í með kassagítarinn sinn einungis.
Blús fyrir Rikka var eina plata Bubba frá árunum 1980-1990, fyrir utan Ísbjarnarblús, Konu og Geislavirkir, sem kom ekki út endurbætt í tilefni fimmtugsafmælis Bubba.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Rauðir fánar
- Eins og gengur
- Blindsker
- Skutullinn
- Talað við Gluggann
- Giftu þig 19
- Biðin
- Litli hermaðurinn
- Reykjavík brennur
- Vilmundur
- Skeggrótarblús
- Um skáldið Jónas (með Megasi)
- Ísbjarnarblús (með Megasi)
- Í spegli Helgu
- Syndandi í hafi móðurlífsins
- Blús fyrir Rikka
- Haustið á liti
- Systir minna auðmýktu bræðra
- Segulstöðvarblús
- Mescalin
- Rómeó og Júlía
- Rock island line
- Silver city bound
- Let us walk together