18 Konur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

18 Konur er plata eftir íslenska tónlistarmanninn Bubba Morthens sem hann gerði með hljómsveitinni Spaðadrottningunum. Í viðtali við Morgunblaðið 1. febrúar 2015 talaði hann um plötuna og hvaðan nafn hennar kæmi. Þar sagði hann að nafnið kæmi frá þeim 18 konum sem drekkt var á Þingvöllum frá 1618 til 1739. Í Fréttablaðinu daginn sem platan kom út á, 1. desember 2015, talaði Bubbi aðeins meira um nafn plötunnar. En kveikjan af nafninu á að hafa verið draumur þar sem að Bubbi var að veiða á Þingvöllum í Drekkingarhyl.

Svo gerist það að þar sem ég er að kasta flugunni í hylinn þá byrjar hann að bólgna og upp koma pokar. Í pokunum eru andlit kvennanna sem hafði verið drekkt. Þetta var svo sláandi skýr draumur og ég sagði vinkonu minni frá þessu og hún sagði mér að þetta væri skýrt merki um að ég ætti að semja um konurnar sem var drekkt í Drekkingarhyl, það er upphafið að þessu verkefni

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Plata eitt: A-hlið

Þarna flýgur ríka fólkið

Hærri laun

Flóttafólk

Á glóandi kolum

Jafnrétti

Plata eitt: B-hlið

Dögun

Er ég þitt svar

Hefndarklám

Hægt andlát 14 ára stelpu

18 konur