1000 kossa nótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

1000 kossa nótt er plata með íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens og hljómsveitinni Stríði og friði. Platan var þriðja plata Bubba með Stríð og frið og einnig síðasta plata í "fjölskyldu þríleiknum" sem Bubbi byrjaði á með Lífið er ljúft 10 árum áður. Líkt og á plötu Bubba frá ári áður stýrði Bubbi útsetningum sjálfur eins vegar, og hins vegar var platan unnin fljótt "til að ná rétta andrúmsloftinu." Í viðtali við Morgunblaðið sagði Bubbi að platan hafi orðið til óforvandis, hann hefði sest niður til að semja lög á plötu sem átti að koma út með honum, KK og Magga Eiríks, en þegar að það verkefni var frestað áttaði hann sig á því að lögin sem voru að fæðast "voru framhald af sól að morgni." 1000 kossa nótt kom svo út þann 11. október 2003.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1000 kossa nótt
 2. Mamma vinnur og vinnur
 3. Öruggt skjól
 4. Helreiðin
 5. Fastur liður
 6. Njóttu þess
 7. Minning
 8. Fyrirgefðu mér
 9. Fagur fiskur í sjó (Vögguvísa)
 10. Jóhannes 8
 11. Lífið er dásamlegt