Austin (Texas)
Austin | |
---|---|
Hnit: 30°18′0″N 97°44′0″V / 30.30000°N 97.73333°V | |
Land | Bandaríkin |
Fylki | Texas |
Sýsla | Travis, Hays, Williamson |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Kirk Watson (D) |
Flatarmál | |
• Samtals | 845,66 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 185 m |
Mannfjöldi (2020)[1] | |
• Samtals | 961.855 |
• Áætlað (2023) | 979.882 |
Tímabelti | UTC−06:00 (CST) |
• Sumartími | UTC−05:00 (CDT) |
Vefsíða | www |
Austin er höfuðborg Texas-fylkis í Bandaríkjunum og stjórnarsetur Travis-sýslu. Austin stendur í miðju Texas-fylki við Coloradoá og innan borgarmarkanna eru þrjú manngerð stöðuvötn, en það eru Town Lake, Lake Austin, og Lake Walter E. Long. Árið 2023 var áætlaður íbúafjöldi Austin 979.882 manns og telst því vera fjórða stærsta borg fylkisins.[1] Íbúafjöldi höfuðborgarsvæðis Austins (Austin–Round Rock) reiknast vera um 1,5 milljónir manns og samkvæmt íbúatölfræði þá er Austin-Round Rock það borgarsvæði í Bandaríkjunum sem er í hvað örustum vexti.
Byggð hófst hér, að talið er, árið 1835 og var byggðarlaginu í fyrstu gefið nafnið Waterloo árið 1837. Það var svo tveimur árum síðar sem Mirabeau B. Lamar nefndi borgina eftir Stephen F. Austin; hún var þá orðin hluti af Lýðveldinu Texas.
Texasháskóli er hjartað í borgarlífinu og það er meðal annars honum að þakka að ýmis tæknifyrirtæki eru með mikilvægar starfsstöðvar í borginni (meðal annars IBM, Apple og Samsung). Austin hefur vegna þessa stundum verið kölluð Silikonhæðir (Silicon Hills).
Í borginni eru fleiri staðir til tónlistarflutnings að höfðatölu en í nokkurri annarri bandarískri borg, enda er borgin stundum nefnd The Live Music Capital of the World eða Höfuðborg lifandi tónlistar alls heimsins.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „QuickFacts – Austin, Texas“. United States Census Bureau. Sótt 9. desember 2024.