Samsung

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samsung Group
삼성그룹/三星그룹
Rekstrarform Samsteypa
Staðsetning Samsung Town, Seoul, Suður-Kórea
Lykilpersónur Lee Kun-hee
Starfsemi Afþreyingar, auglýsingar, byggingar, efni, fjármálaþjónusta, föt, hálfleiðarar, hótel, lækningatæki, rafmagnsíhlutir, rafmagnstæki, samskiptabúnaður, skip, smásala
Tekjur US$247,5 milljarðar (2011)
Starfsfólk 369.000 (2011)
Vefsíða www.samsung.com

Samsung er suður-kóresk samsteypa með höfuðstöðvar í Samsung Town í Seoul. Fyrirtækið samanstendur af nokkrum dótturfyrirtækjum en flest þeirra eru rekin undir merkinu Samsung. Það er stærst svokallaðra chaebol-fyrirtækja, sem er kóreskt heiti á þessari tegund samsteypa.

Samsung var stofnað sem verslunarfyrirtæki árið 1938 af Lee Byung-chul. Á næstu þremur áratugunum sem fylgdu óx fyrirtækið og hóf starfsemi á nokkrum nýjum sviðum, meðal annars matarvinnslu, vefnaðariðnaði, tryggingu og smásölu. Samsung fór í rafmagnstækjaiðnaðinn á seinniparti sjöunda áratugarins og fór í byggingar- og skipasmíðaiðnaðina á áttunda áratugnum. Velgengni Samsung í þessum iðnuðum leiddi til mikils vaxtar þess næstu árin. Eftir dauða Byung-chuls árið 1981 var fyrirtækinu skipt upp í fjóra hluta: Samsung Group, Shinsegae Group, CJ Group og Hansol Group. Í byrjun tíunda áratugarins byrjaði Samsung að alþjóðavæða starfsemi sína og rafmagnstæki eru orðin helsta tekjuöflunarleið þess.

Samsung hefur mikil áhrif á stjórnmál, fjölmiðla og menningu Suður-Kóreu. Fyrirtækið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í efnahagsvexti Suður-Kóreu og saman framleiða Samsung-fyrirtækin um það bil fimmtung allra útflutningsvara landsins.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.