Vesturlandskjördæmi
Vesturlandskjördæmi var kjördæmi sem búið var til árið 1959 og náði frá botni Hvalfjarðar í suðri til Gilsfjarðar í norðri. Í kjördæminu voru Mýrasýsla, Borgarfjarðarsýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla og fimm þingsæti.
Við breytingar á kjördæmaskipan 1999 varð Vesturlandskjördæmi hluti af Norðvesturkjördæmi ásamt Vestfjarðakjördæmi og Norðurlandskjördæmi vestra utan Siglufjarðar sem varð hluti af Norðausturkjördæmi.
Ráðherrar af Vesturlandi
[breyta | breyta frumkóða]Halldór E. Sigurðsson, Friðjón Þórðarson, Alexander Stefánsson, Eiður Guðnason, Ingibjörg Pálmadóttir og Sturla Böðvarsson voru einnig ráðherrar hluta þess tíma sem þau sátu á þingi fyrir kjördæmið.
Þingmenn Vesturlandskjördæmis
[breyta | breyta frumkóða](*)Ingi Björn Albertsson gekk úr Brogaraflokknum á 111. löggjafarþingi og myndaði Frjálslynda hægrimenn, á 112. löggjafarþingi gengu Frjálslyndir hægrimenn í Sjálfstæðisflokkinn.