Fara í innihald

Gilsfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gilsfjörður

Gilsfjörður er fjörður sem skilur milli Vestfjarða og Vesturlands við norðanverðan botn Breiðarfjarðar. Hann gengur til austurs inn úr Breiðafirði og liggur milli Kaldrana eða Tjaldaness annars vegar og Króksfjarðarness hins vegar. Á háfjöru myndast miklar leirur í firðinum með ál í miðju. Fuglalíf er mikið. Brú var sett yfir Gilsfjörð árið 1997 og stytti hún leiðina milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands um 14 km. Vegur sem lagður var við mynni Gilsfjarðar í tengslum við brúna breytti firðinum í sjávarlón. Lónið er 33 ferkílómetrar.

Við sunnanverðan Gilsfjörð gengur Ólafsdalur inn í landið til suðausturs. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. Upp úr botni fjarðarins liggur vegur um Steinadalsheiði yfir í Kollafjörð á Ströndum. Hann er aðeins opinn á sumrin en var aðalleiðin til Hólmavíkur og Stranda á árabilinu 1933-1948.

Líkt og margir firðir aðrir er Gilsfjörður sagður hafa fengið nafn af þeim er þar nam land en það var Gils, sem tíðum var kallaður skeiðarnef og bjó á Kleifum.

Jarðir[breyta | breyta frumkóða]