Suðurlandskjördæmi
Útlit
Suðurlandskjördæmi náði frá Skeiðarársandi í austri að Selvogi í vestri. Vestmannaeyjar, Árnessýsla, Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla tilheyrðu kjördæminu. Í kjördæminu voru sex þingmenn.
Við breytingar á kjördæmaskipan 2000 voru Suðurlandskjördæmi, Suðurnesjahluti Reykjaneskjördæmis og Sveitarfélagið Hornafjörður, sameinuð í eitt Suðurkjördæmi.
Ráðherrar af Suðurlandi
[breyta | breyta frumkóða]Ingólfur Jónsson, Magnús H. Magnússon,Jón Helgason, Þorsteinn Pálsson, Óli Þ. Guðbjartsson og Guðni Ágústsson voru einnig ráðherrar hluta þess tíma sem þeir sátu á þingi fyrir kjördæmið.