Gunnar Gíslason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Séra Gunnar Gíslason (f. 5. apríl 1914, d. 31. mars 2008) var prestur í Glaumbæ í Skagafirði frá 1943 til 1982 en sinnti Barðssókn til 1984.

Lauk guðfræðiprófi 1943 og varð prestur sama ár í Glaumbæ. Skipaður prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi 1977. Samhliða prestsskap í Glaumbæ stundaði Gunnar búskap í Glaumbæ en síðustu árin bjó hann í Varmahlíð

Gunnar sat í hreppsnefnd Seyluhrepps í 40 ár og sat jafnfram á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1959 til 1974.

Tveir synir Gunnars og konu hans, Ragnheiðar Margrétar Ólafsdóttur hafa sinnt sveitastjórnarmálum, Arnór sat í hreppsnefnd Seyluhrepps frá 1986 til 1994 og Gísli var oddviti Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Skagafirði 1998 til 2002.

Faðir Gunnars var Gísli Jónsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.