Fara í innihald

Vikan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vikan er íslenskt tímarit almenns efnis sem kemur út vikulega. Vikan kom fyrst út árið 1938 og var fyrirmynd þess norska tímaritið Hjemmet.

Útgefandi Vikunnar er Birtíngur útgáfufélag. RitstjóriVikunnar er Lilja Hrönn Helgadóttir, en hún starfaði áður sem blaðamaður á ritstjórn og hefur unnið að miklum breytingum hjá Vikunni hvað varðar efnistök og útlit.


Hefur Birtíngur útgáfufélag sætt mikillar gagnrýni fyrir tíðar ritstjórabreytingar, en á Vísir (vefmiðill) greindi frá „Fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Birtings út­gáfu­fé­lags segir ekkert at­huga­vert við manna­breytingar á rit­stjórn Vikunnar. Miklar breytingar hafi verið á um­hverfi fjöl­miðla undan­farið.

Stein­gerður Steinars­dóttir var rit­stjóri Vikunnar um margra ára skeið en var sagt upp störfum síðasta sumar og tók þá Guð­rún Óla Jóns­dóttir við til síðustu ára­móta þegar hún sagði upp og Val­gerður tók við, áður en hún hætti svo sjálf.

„Það er ekkert at­huga­vert við það að það séu manna­breytingar í þessari stétt eins og í öllum öðrum stéttum,“ segir Sig­ríður Dag­ný Sigur­björns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Birtings, í sam­tali við Vísi.“


Fyrrum ritstjórar;

Valgerður Gréta G. Gröndal mars - apríl 2023.

Guðrún Óla „Gógó“ Jónsdóttir október 2022 - byrjun árs 2023

Steingerður Steinarsdóttir 2012 - júlí 2022

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.