Douglas MacArthur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Douglas MacArthur
Douglas MacArthur
Douglas MacArthur í Manila árið 1945.
Fæddur 26. janúar 1880
Little Rock, Arkansas, Bandaríkjunum
Látinn 5. apríl 1964
Washington, D.C., Bandaríkjunum
Þjóðerni Bandaríkin breyta
Starf/staða Hermaður
Maki Louise Cromwell Brooks (g. 1922; skilin 1929); Jean Faircloth (g. 1937)
Börn Arthur MacArthur IV
Foreldrar Arthur MacArthur yngri & Mary Pinkney Hardy MacArthur
Háskóli United States Army Command and General Staff College breyta
Verðlaun Croix de guerre 1914–1918 breyta
Undirskrift

Douglas MacArthur (26. janúar 18805. apríl 1964) var bandarískur fimmstjörnuhershöfðingi og marskálkur Filippseyjahersins. Hann var yfirforingi Bandaríkjahersins á fjórða áratugnum og lék lykilhlutverk á Kyrrahafsvígstöðvunum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann var sæmdur heiðursorðu (Medal of Honor) fyrir þjónustu sína í Filippseyjaherförinni, og urðu þeir faðir hans, Arthur MacArthur yngri, þá fyrstu feðgarnir sem báðir höfðu verið sæmdir orðunni.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

MacArthur fæddist inn í herfjölskyldu í bandaríska vestrinu og útskrifaðist með sóma úr hernaðarskóla Vestur-Texas og úr bandaríska hernaðarháskólanum West Point árið 1903, með hæstu einkunn í sínum bekk. Þegar Bandaríkin hertóku Veracruz árið 1914 fór MacArthur fyrir könnunarleiðangri og fékk fyrir það tilnefningu til heiðursorðunnar. Árið 1917 var hann hækkaður úr majórstign í ofurstatign og varð yfirforingi 42. fótgöngudeildarinnar. Í bardögum á vesturvígstöðvunum í fyrri heimsstyrjöldinni var hann gerður fylkishershöfðingi og aftur tilnefndur til heiðursorðunnar.

Frá 1919 til 1922 var MacArthur yfirmaður í bandaríska hernaðarháskólanum West Point, þar sem hann fór fyrir fjölda umbóta. Næsta verkefni hans var á Filippseyjum, þar sem hann tók árið 1924 þátt í því að kveða niður uppreisn filippeyskra herskáta. Árið 1925 varð MacArthur yngsti majór-hershöfðingi Bandaríkjahersins. Hann var árið 1928 forseti bandarísku Ólympíunefndarinnar á Sumarólympíuleikunum í Amsterdam. Árið 1930 varð hann yfirforingi Bandaríkjahersins og gegndi þeirri stöðu til 1937, en þá dró hann sig úr hernum og varð hernaðarráðgjafi ríkisstjórnar Filippseyja.

MacArthur var kallaður til herstarfa á ný árið 1941 og gerður foringi austurlandahers Bandaríkjanna í stríðinu við japanska keisaradæmið. Í fyrstu var stríðið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn: Herflugvélum landsins var gereytt þann 8. desember 1941 og Japanir gerðu í kjölfarið innrás í Filippseyjar. Herlið MacArthur neyddust fljótt til að hörfa til Bataan, þar sem þau þraukuðu fram í maí 1942. Í mars 1942 tókst MacArthur og fjölskyldu hans að flýja til Ástralíu, þar sem MacArthur varð yfirherforingi Suðvestur-Kyrrahafsvígstöðvanna. Þegar MacArthur kom til Ástralíu hélt hann fræga ræðu fyrir Filippseyinga og lofaði þeim: „Ég mun snúa aftur.“ Honum tókst að uppfylla það loforð eftir tveggja ára átök á Kyrrahafi. MacArthur var sæmdur heiðursorðunni fyrir vörn sína á Filippseyjum. Hann samþykkti uppgjöf Japans þann 2. september 1945 um borð í herskipinu USS Missouri í Tokyoflóa og fór fyrir hernámi Bandaríkjamanna í Japan frá 1945 til 1951. Á þeim tíma réð hann í reynd yfir Japan og stóð fyrir stórtækum efnahags-, stjórnmála- og samfélagsbreytingum. Hann stýrði her Sameinuðu þjóðanna í Kóreustríðinu þar til Harry S. Truman Bandaríkjaforseti rak hann þann 11. apríl 1951.

MacArthur varð seinna forstjóri ritvélaframleiðslunnar Remington Rand.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist