Þriðja heimsstyrjöldin
Þriðja heimsstyrjöldin er hugsanleg styrjöld sem gæti átt sér stað í framtíðinni. Á fyrri hluta 20. aldarinnar geysuðu fyrri og seinni heimsstyrjöldin þannig að ljóst er að, ef sú þriðja mun nokkru sinni eiga sér stað, þá líður langt á milli. Það einkennir umræðu um þriðju heimsstyrjöldina að talið er að notuð yrðu kjarnorkuvopn í því stríði og að eyðileggingin í kjölfarið yrði mikil eða jafnvel alger. Kjarnorkuvopn hafa aðeins tvisvar verið notuð áður, í bæði skiptin af hendi Bandaríkjahers í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þegar vígbúnaðarkapphlaup var á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna var talið að opinberunarstríð á milli landanna tveggja hefði verið líklegt. Dómsdagsklukkan hefur verið tákn um þriðju heimsstyrjöldina síðan Truman-kenningin tók gildi árið 1947.
Hugsanleg atburðarás er meðal annars venjulegt stríð og eyðilegging jarðarinnar.
Mikið hefur verið skrifað um þriðju heimsstyrjöldina í fagurbókmenntum. Til að mynda í bók Tom Clancys Rauður stormur.