Ný gjöf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Veggmynd innblásin af framkvæmdaráætlunum fjórða áratugarins eftir William Gropper.

Ný gjöf (enska: New Deal) var nafn á aðgerðaáætlun sem Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti hrinti í framkvæmd til þess að takast á við kreppuna miklu í Bandaríkjunum á fjórða áratuginum. Nafn áætlunarinnar fékk Roosevelt úr spilamennsku[1][2] og vísar það til þess að verið sé að stokka upp spilum og gefa upp á nýtt.

Stefnumálin sem Roosevelt kynnti með nýju gjöfinni voru fráhvarf frá ríkjandi efnahagshugmyndum þessa tíma, sem gerðu ráð fyrir mjög takmörkuðum ríkisafskiptum af atvinnulífinu.[2][3]

Roosevelt gerði sér grein fyrir því að til þess að geta haldið uppi iðnaði í eins stóru landi og Bandaríkjunum þyrfti að byggja upp samgönguinnviði landsins. Meðal þess sem stjórn hans réðst í með nýju gjöfinni voru ný bankalög, ný efnahagslög, umbætur á félagslega kerfinu sem tryggðu réttindastöðu verkalýðsfélaga og atvinnuleysisbætur. Roosevelt lét einnig banna barnavinnu.[2] Roosevelt setti lög sem skertu laun opinberra starfsmanna, þar á meðal sjálfs forsetans, og nýtti sparnaðinn (sem nam um fimm hundruð milljónum dollara) til þess að koma á fót ýmsum nýjum verkefnum sem sköpuðu atvinnu.[4]

Efnahagslíf Bandaríkjanna batnaði mjög á árum nýju gjafarinnar og atvinnuleysi minnkaði.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jón Þ. Þór (2016). Bandaríkjaforsetar. Urður bókafélag. bls. 299.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Roosevelt og New Deal-stefnan“. Morgunblaðið. 10. apríl 2005. Sótt 11. desember 2018.
  3. „Alþýðulist gegn kreppu“. Þjóðviljinn. 18. apríl 1989. Sótt 11. desember 2018.
  4. 4,0 4,1 Jón Þ. Þór (2016). Bandaríkjaforsetar. Urður bókafélag. bls. 300.