Edda Andrésdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Edda Guðrún Andrésdóttir (f. 28. desember 1952) er íslensk fjölmiðlakona og rithöfundur.

Foreldrar hennar voru Svava Jónsdóttir húsmóðir og Andrés Magnússon verkstjóri í Hvalstöðinni.[1] Eiginmaður Eddu er Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Edda og Stefán eiga saman tvo syni auk þess sem Edda á einn son úr fyrra sambandi.[2]

Edda ólst upp á Kleppsvegi í Reykjavík en dvaldi öll sumur hjá ömmu sinni á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Hún hóf störf sem blaðamaður á dagblaðinu Vísi árið 1971 og starfaði þar til ársins 1978. Meðfram blaðamennskunni sá hún um þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp. Hún var um tíma ritstjóri tímaritsins Húsa og híbýla, frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu og blaðamaður á Helgarpóstinum. Frá 1990 hefur Edda starfað hjá Stöð 2 við dagskrárgerð og fréttamennsku.[2][1]

Bækur eftir Eddu[breyta | breyta frumkóða]

  • 2013 - Til Eyja
  • 2007 - Í öðru landi, saga úr lífinu
  • 2005 - Auður Eir. Sólin kemur alltaf upp á ný.
  • 1984 - Á Gljúfrasteini.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Skald.is, „Edda Andrésdóttir“ (skoðað 27. nóvember 2019)
  2. 2,0 2,1 Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn A-Í, bls. 150, (Reykjavík, 2003)