Edda Andrésdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Edda Guðrún Andrésdóttir (f. 28. desember 1952) er íslensk fjölmiðlakona og rithöfundur.

Foreldrar hennar voru Svava Jónsdóttir húsmóðir og Andrés Magnússon verkstjóri í Hvalstöðinni.[1] Eiginmaður Eddu er Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Edda og Stefán eiga saman tvo syni auk þess sem Edda á einn son úr fyrra sambandi.[2]

Edda ólst upp á Kleppsvegi í Reykjavík en dvaldi öll sumur hjá ömmu sinni á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Hún hóf störf sem blaðamaður á dagblaðinu Vísi árið 1971 og starfaði þar til ársins 1978. Meðfram blaðamennskunni sá hún um þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp. Hún var um tíma ritstjóri tímaritsins Húsa og híbýla, frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu og blaðamaður á Helgarpóstinum. Frá 1990 hefur Edda starfað hjá Stöð 2 við dagskrárgerð og fréttamennsku.[2][1]

Bækur eftir Eddu[breyta | breyta frumkóða]

  • 2013 - Til Eyja
  • 2007 - Í öðru landi, saga úr lífinu
  • 2005 - Auður Eir. Sólin kemur alltaf upp á ný.
  • 1984 - Á Gljúfrasteini.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Skald.is, „Edda Andrésdóttir“ (skoðað 27. nóvember 2019)
  2. 2,0 2,1 Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn A-Í, bls. 150, (Reykjavík, 2003)