Mýrin (kvikmynd)
Útlit
Mýrin | |
---|---|
Leikstjóri | Baltasar Kormákur |
Handritshöfundur | Arnaldur Indriðason Baltasar Kormákur |
Framleiðandi | Agnes Johansen Lilja Pálmadóttir Baltasar Kormákur |
Leikarar | |
Klipping | Elísabet Ronaldsdóttir |
Dreifiaðili | Skífan |
Frumsýning | 20. október, 2006 |
Tungumál | íslenska |
Mýrin er íslensk kvikmynd, gerð eftir samnefndri sögu Arnalds Indriðasonar. Tökur hófust á myndinni í mars 2006, og er myndin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún var frumsýnd í október sama ár.
Mýrin hlaut Kristalhnöttinn árið 2007, aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary.[1]
Leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Ingvar E. Sigurðsson sem Erlendur
- Björn Hlynur Haraldsson sem Sigurður Óli
- Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem Elínborg
- Ágústa Eva Erlendsdóttir sem Eva Lind
- Atli Rafn Sigurðarson sem Örn
- Kristbjörg Kjeld sem Katrín
- Theódór Júlíusson sem Elliði
- Þorsteinn Gunnarsson sem Holberg
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Roskinn maður finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Í skrifborði hans er falin ljósmynd af grafreiti fjögurra ára stúlku. Myndin leiðir lögregluna inn í hina liðnu tíð sem geymir skelfilegan glæp og fjölskylduharmleik.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Mýri Baltasars í kjölfar Amélie“. www.mbl.is. Sótt 1. nóvember 2024.