Fara í innihald

Gunnar B. Guðmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gunnar Björn Guðmundsson
Gunnar á Edduverðlaununum árið 2007
Fæddur22. janúar 1972 (1972-01-22) (52 ára)
StörfLeikstjóri,
handritshöfundur

Gunnar Björn Guðmundsson (f. 22. janúar 1972) er íslenskur leikstjóri og handritshöfundur úr Hafnarfirði. Hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd var heimildarháðmyndin Konunglegt bros (2004). Hans önnur mynd var ævintýramyndin Astrópía (2007), sú þriðja og fjórða voru gamanmyndirnar Gauragangur (2010) og Amma Hófí (2020). Gunnar leikstýrði Áramótaskaupinu árin 2009, 2010, 2011 og 2012. Hann leikstýrði einnig sjónvarpsþáttunum Ævar vísindamaður á árunum 2015-2017.

Gunnar hefur starfað í leikhúsi og kvikmyndum síðan árið 1996. Ásamt kvikmynda- og sjónvarpsgerð hefur hann leikstýrt leiksýningum, skrifað leikrit og haldið námskeið í leiklist og kvikmyndagerð. Gunnar hefur einnig kennt handritagerð, leikstjórn og leiklist við Kvikmyndaskóla Íslands og leiklist í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Svo hefur hann skrifað og leikstýrt útvarps- og sjónvarpsauglýsingum.[1]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://leiklist.is/gunnar-b-gudmundsson/

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]