Fara í innihald

Jörundur Ragnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jörundur Ragnarsson (f. 9. júlí 1979) er íslenskur leikari. Jörundur útskrifaðist með B.F.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Hann hefur bæði leikið á sviði (t.d. Footloose, Lík í óskilum og Killer Joe) sem og í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Fyrsta kvikmynd sem Jörundur lék í var Köld slóð sem Björn Br. Björnsson leikstýrði. Hann fékk svo hlutverk misþroska drengs í kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur Veðramót og fyrir það hlutverk fékk hann Edduverðlaun árið 2007. Haustið 2007 lék hann Daníel Sævarsson í Næturvaktinni, persónu sem hefur flosnað upp úr læknisfræði vegna prófkvíða og þunglyndis og tekið að sér starf á bensínstöð. Í framhaldi af velgengni þáttaraðarinnar lék hann einnig í sjónvarpsþáttaröðunum Dagvaktinni og Fangavaktinni, sem síðar ólu af sér kvikmyndina Bjarnfreðarson. Hann lék einnig galdrakarl í Astrópíu og Margeir í Heimsenda.

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
2007 Astrópía Scat
2007 Veðramót
2007 Næturvaktin Daníel 12 þættir
2007 Áramótaskaupið 2007
2008 Skrapp út
2008 Reykjavík - Rotterdam Arnór
2008 Dagvaktin Daníel 11 þættir
2009 Góða ferð stuttmynd
2009 Fangavaktin Daníel 8 þættir
2009 Bjarnfreðarson Daníel
2010 Njálsgata Viðar stuttmynd
2011 Heimsendir Margeir 9 þættir
2013 Fólkið í blokkinni 6 þættir
2015 Hrútar Villi
2016 Grimmd Bókavörður
2018 Fullir vasar
2018 Kona fer í stríð Baldvin
2019 Agnes Joy Héðinn
2023 Afturelding Hannes
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.