Baltasar Kormákur
Baltasar Kormákur Baltasarsson | |
---|---|
![]() Baltasar árið 2022 | |
Fæddur | 27. febrúar 1966 |
Störf | Leikari Kvikmyndaleikstjóri Handritshöfundur |
Maki | Sunneva Ása Weisshappel |
Baltasar Kormákur Baltasarsson (f. 27. febrúar 1966) er íslenskur leikari og leikstjóri. Foreldrar hans eru Kristjana Guðnadóttir Samper og spænski listamálarinn Baltasar Samper. Baltasar útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990. Baltasar Kormákur og fyrrum eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir ráku saman framleiðslufyrirtækið RVK Studios sem er afsprengi Blueeyes Productions og Sagnar ehf.[1] og hefur það framleitt ýmis sviðsverk, kvikmyndir og sjónvarpsefni.
Verk Baltasars[breyta | breyta frumkóða]
Leikstjórn[breyta | breyta frumkóða]
Ár | Kvikmynd/Þáttur | Athugasemdir |
---|---|---|
1996 | Áfram Latibær | |
2000 | 101 Reykjavík | Fyrsta sinn jafnframt sem leikari |
2002 | Hafið | |
2005 | Skroppið til himna | |
2006 | Mýrin | |
2008 | Brúðguminn | |
2010 | Inhale | |
2012 | Contraband | |
Djúpið | ||
2013 | The Missionary | Sjónvarpsmynd |
2 Guns | ||
2015 | Everest | |
Ófærð | Fyrsti leikstýrði þátturinn | |
2016 | Eiðurinn | |
2018 | Adrift | |
2022 | Beast |
Sem leikari[breyta | breyta frumkóða]
Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1992 | Veggfóður: Erótísk ástarsaga | Lass | |
Ævintýri á okkar tímum | ― | Stuttmynd | |
1995 | Agnes | Natan | |
1996 | Draumadísir | Gunnar | |
Djöflaeyjan | Baddi | ||
2000 | Englar alheimsins | Óli | |
101 Reykjavík | Þröstur | Fyrsta sinn jafnframt sem leikstjóri | |
2001 | Skrímsli | Artaud | |
Regína | Ivan | ||
Minä ja Morrison | Askildsen | ||
2003 | Stormy Weather | Einar | |
2008 | Reykjavík-Rotterdam | Kristófer | |
2016 | Eiðurinn | Finnur |
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Baltasar Kormákur á Internet Movie Database
- Framleiðslufyrirtæki Baltasars, RVK Studios (Reykjavík Studios) Geymt 2019-04-12 í Wayback Machine
- Eldra framleiðslufyrirtæki Baltasars, Sögn ehf./Blueeyes Productions
