Þóra Arnórsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þóra Arnórsdóttir (f. 18. febrúar 1975) er íslenskur fjölmiðlamaður og var frambjóðandi í forsetakosningum 2012. Hún hefur starfað sem fréttamaður á RÚV, verið aðstoðarritstjóri Kastljóssins og annar spyrillinn í spurningaþættinum Útsvari. Þann 4. apríl 2012 tilkynnti hún forsetaframboð sitt gegn sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni. Eftir gott gengi í skoðanakönnunum framan af minnkaði fylgi hennar og Ólafur Ragnar vann öruggan sigur.

Þóra er með B.A. gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði frá Johns Hopkins Paul H. Nitze School of Advanced International Studies, Bologna, Ítalíu og Washington, D.C., Bandaríkjunum.

Þóra á þrjú börn með sambýlismanni sínum Svavari Halldórssyni, fyrrverandi fréttamanni hjá RÚV. Faðir Þóru var heimspekingurinn Arnór Hannibalsson.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]