Röskva (stúdentahreyfing)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Röskva
Merki fylkingarinnar
Stofnár 1988
Hugmyndafræði Félagshyggja
Formaður Kristján Orri Víðisson
Varaformaður Arnar Gunnarsson
Oddviti í stúdentaráði Halla Sif Svansdóttir
Vefsíða www.roskva.hi.is


Sæti í Stúdentaráði
10 / 27
Sæti í Háskólaráði
1 / 2
Sæti á Háskólaþingi
5 / 10

Röskva er hreyfing stúdenta við Háskóla Íslands, sem hefur boðið fram lista til Stúdentaráðs HÍ frá árinu 1988. Undirtitill hreyfingarinnar er Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Röskva er sem stendur með minnihluta fulltrúa í Stúdentaráði. Núverandi oddviti Röskvu í Stúdentaráði er Halla Sif Svansdóttir.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Röskva var stofnuð í febrúar árið 1988 þegar tvær hreyfingar, Félag vinstri manna og Umbótasinnar, ákváðu að leiða saman hesta sína í sameiginlegu framboði gegn Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta.[1] Fyrsti formaður félagsins var Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður og umhverfisráðherra. Röskva náði fyrst meirihluta í stúdentaráði árið 1992 og hélt honum allt til ársins 2002, þegar Vaka endurheimti meirihlutann. Röskva náði svo hreinum meirihluta á ný vorið 2007, sem hún hélt til vorsins 2009.

Stefna[2][breyta | breyta frumkóða]

Röskva er félagshyggjuhreyfing og er sem slík mótfallin upptöku skólagjalda og fjöldatakmarkana við Háskóla Íslands. Þá hefur það verið skoðun liðsmanna Röskvu að starf Stúdentaráðs skuli ekki einskorðast við hagsmunabaráttu innan veggja Háskólans, heldur eigi ráðið einnig að láta stærri samfélagsleg málefni sig varða, jafnvel þótt þau snerti fleiri en bara stúdenta við Háskóla Íslands. Röskva telur að Stúdentaráð sé pólitískt og eigi að beita þrýstiafli á stjórnvöld í stað þess að reyna að leysa málin alfarið af sjálfsdáðum.

Skipulag[breyta | breyta frumkóða]

Röskva á tíu fulltrúa í Stúdentaráði HÍ og þar af situr Iðunn Garðarsdóttir fyrir hönd Röskvu í háskólaráði HÍ sem er æðsta ákvörðunarvald skólans. Þá á Röskva einnig fimm fulltrúa á háskólaþingi skólans, sem er reglulegur vettvangur samráðs- og stefnumótunar háskólans. Stjórnarmenn Röskvu eru 22, varamenn eru fimm og skoðunarmenn reikninga eru tveir auk varaskoðunarmanns reikninga.

Núverandi Stúdentaráðsliðar[3][breyta | breyta frumkóða]

Félagsvísindasvið[breyta | breyta frumkóða]

 • Ívar Vincent Smárason
 • Edda Konráðsdóttir

Heilbrigðisvísindasvið[breyta | breyta frumkóða]

 • Ragna Sigurðardóttir
 • Arnar Gunnarsson

Hugvísindasvið[breyta | breyta frumkóða]

 • Bjartur Steingrímsson
 • Heiður Anna Helgadóttir
 • Halla Sif Svansdóttir

Menntavísindasvið[breyta | breyta frumkóða]

 • Eyrún Fríða Árnadóttir

Verkfræði- og náttúruvísindasvið[breyta | breyta frumkóða]

 • Eydís Blöndal
 • Magnús Ólafsson

Formenn Stúdentaráðs fyrir Röskvu[breyta | breyta frumkóða]

 • 1991 til 1992 – Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Röskva átti formann ráðsins þrátt fyrir að vera með jafnmarga fulltrúa í ráðinu og Vaka)
 • 1992 til 1993 – Pétur Þ. Óskarsson
 • 1993 til 1994 – Páll Magnússon
 • 1994 til 1995 – Dagur B. Eggertsson
 • 1995 til 1996 – Guðmundur Steingrímsson
 • 1996 til 1997 – Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
 • 1997 til 1998 – Haraldur Guðni Eiðsson
 • 1998 til 1999 – Ásdís Magnúsdóttir
 • 1999 til 2000 – Finnur Beck
 • 2000 til 2001 – Eiríkur Jónsson
 • 2001 til 2002 – Þorvarður Tjörvi Ólafsson
 • 2007 til 2008 – Dagný Ósk Aradóttir
 • 2008 til 2009 – Björg Magnúsdóttir

Þekkt fólk sem starfað hefur með Röskvu[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=293814&pageId=4347267&lang=is&q=R%F6skva
 2. http://roskvaroskva.com/um-roskvu/
 3. http://www.student.is/studentaradslidar_2015_2016