Röskva (stúdentahreyfing)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Röskva
Merki fylkingarinnar
Stofnár 1988
Hugmyndafræði Félagshyggja
Formaður Linda Rún Jónsdóttir
Varaformaður Fjóla María Sigurðardóttir
Gjaldkeri Erla Viktoría Hrafnkelsdóttir
Oddviti í stúdentaráði Kristmundur Pétursson
Einkennislitur Rauður
Vefsíða www.roskva.hi.is


Sæti í Stúdentaráði
12 / 17
Sæti í Háskólaráði
2 / 2
Sæti á Háskólaþingi
5 / 10

Röskva er frjáls félagasamtök og stúdentahreyfing við Háskóla Íslands, sem hefur boðið fram lista til Stúdentaráðs Háskóla Ísland frá árinu 1988. Undirtitill hreyfingarinnar er „Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands“. Röskva er sem stendur með meirihluta fulltrúa í Stúdentaráði.

Á hverju ári tilnefnir Röskva í launaðar stöður á skrifstofu Stúdentaráðs.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Röskva var stofnuð í febrúar árið 1988 þegar tvær hreyfingar, Félag vinstri manna og Umbótasinnar, ákváðu að leiða saman hesta sína í sameiginlegu framboði gegn Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta.[1] Fyrsti formaður félagsins var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður og fyrrverandi umhverfisráðherra.[2] Röskva náði fyrst meirihluta í stúdentaráði árið 1992 og hélt honum allt til ársins 2002, þegar Vaka endurheimti meirihlutann. Röskva náði svo hreinum meirihluta á ný vorið 2007, sem hún hélt til vorsins 2009.

Árið 2017 sigraði Röskva kosningar til Stúdentaráðs eftir átta ár í minnihluta og fékk 18 af 27 fulltúum í Stúdentaráði, sem var þá stærsti sigur í sögu Röskvu.[3] Röskva hélt meirihluta sínum áfram og hlaut í fyrsta sinn meirihluta á öllum fræðasviðunum fimm í kosningunum árið 2019.[4] Í kosningunum árið 2020 fékk Röskva 13 af 17 fulltrúum sem var þá stærsti sigur í sögu Röskvu.[5]

Röskva vann svo stærsta sigur í sögu Stúdentaráðs árið 2021 þegar hún fékk 16 af 17 fulltrúum kjörna.[6]

Stefna[breyta | breyta frumkóða]

Röskva er félagshyggjuhreyfing og er sem slík mótfallin upptöku skólagjalda og fjöldatakmarkana við Háskóla Íslands.[7] Þá hefur það verið skoðun liðsmanna Röskvu að starf Stúdentaráðs skuli ekki einskorðast við hagsmunabaráttu innan veggja Háskólans, heldur eigi ráðið einnig að láta stærri samfélagsleg málefni sig varða, jafnvel þótt þau snerti fleiri en bara stúdenta við Háskóla Íslands.[8] Auk þess hefur hreyfingin vakið athygli á löngum biðlista til stúdentaíbúða og sömuleiðis skort þeirra.[9]

Stjórn Röskvu[breyta | breyta frumkóða]

Stjórn Röskvu er kjörin á aðalfundi félagsins sem er venjulega haldin í apríl ár hvert.

Stjórn Röskvu, starfsárið 2023-2024 skipa:[10]

 • Linda Rún Jónsdóttir, forseti
 • Fjóla María Sigurðardóttir, varaforseti
 • Kolbrá Brynjarsdóttir, ritari
 • Erla Viktoría Hrafnkelsdóttir, gjaldkeri
 • Embla Rún Hall, ritstýra
 • Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, markaðsstýra
 • Jóhannes Óli Sveinsson, skemmtanastjóri
 • Kristrún Vala Ólafsdóttir, kynningarstýra
 • Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir, kosningastýra
 • Daniel Thor Myer, alþjóðafulltrúi
 • Styrmir Hallsson, meistarafulltrúi
 • Magnús Hallsson, meðstjórnandi

Oddviti Röskvu í Stúdentaráði er Kristmundur Pétursson.

Formenn/forsetar Stúdentaráðs fyrir Röskvu[breyta | breyta frumkóða]

Þekkt fólk sem starfað hefur með Röskvu[breyta | breyta frumkóða]

Sjá nánari lista yfir þekkt fólk sem starfað hefur með Röskvu

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Vinstri menn og umbótasinnar sameinast í eitt félag“. Stúdentablaðið. 1. febrúar 1988. bls. 2. Sótt 15. apríl 2023.
 2. Alfreðsson, Haukur Viðar (8. september 2013). „Þórunn ráðin framkvæmdastýra Samfylkingarinnar - Vísir“. visir.is . Sótt 14. apríl 2023.
 3. Hólmkelsdóttir, Hulda (2. febrúar 2017). „Röskva sigraði í kosningum til Stúdentaráðs - Vísir“. visir.is . Sótt 14. apríl 2023.
 4. Olgeirsson, Birgir (2. júlí 2019). „Röskva sigraði í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands - Vísir“. visir.is . Sótt 14. apríl 2023.
 5. „Röskva vann stúdentaráðskosningar“. www.mbl.is . 27. mars 2020. Sótt 14. apríl 2023.
 6. „Röskva vann stórsigur“. www.mbl.is . 25. mars 2021. Sótt 14. apríl 2023.
 7. „Röskva kynnir framboðslista“. www.mbl.is . 12. mars 2020. Sótt 15. apríl 2023.
 8. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. apríl 2017. Sótt 22. apríl 2015.
 9. „Gamli Garður í nefnd“. Morgunblaðið. 18. nóvember 2017. bls. 18. Sótt 15. apríl 2023.
 10. „Linda Rún nýr forseti Röskvu“. www.mbl.is . 13. apríl 2023. Sótt 14. apríl 2023.
 11. „Steinunn V. Óskarsdóttir formaður“. Morgunblaðið. 28. júní 1991. bls. 23. Sótt 15. apríl 2023.
 12. „Námsmenn á heljarþröm“. Tíminn. 18. september 1992. bls. 2. Sótt 15. apríl 2023.
 13. „Ný stjórn Stúdentaráðs“. Stúdentablaðið. 1. mars 1993. bls. 3. Sótt 15. apríl 2023.
 14. 14,0 14,1 „Nýr formaður SHÍ“. Morgunblaðið. 25. mars 1995. bls. 10. Sótt 15. apríl 2023.
 15. „Nýr formaður Stúdentaráðs“. Morgunblaðið. 16. mars 1996. bls. 12. Sótt 15. apríl 2023.
 16. „Nýr formaður Stúdentaráðs“. Morgunblaðið. 16. mars 1997. bls. 27. Sótt 15. apríl 2023.
 17. „Kjörinn formaður Stúdentaráðs“. Morgunblaðið. 18. mars 1998. bls. 12. Sótt 15. apríl 2023.
 18. „Röskva sigrar níunda árið í röð“. Stúdentablaðið. 3. janúar 1999. bls. 9. Sótt 15. apríl 2023.
 19. „Eiríkur Jónsson nýr formaður“. Morgunblaðið. 17. mars 2000. bls. 2. Sótt 15. apríl 2023.
 20. „Ný forysta í Stúdentaráði HÍ“. www.mbl.is . 16. mars 2001. Sótt 15. apríl 2023.
 21. „Dagný Ósk formaður Stúdentaráðs - Vísir“. visir.is . 22. febrúar 2007. Sótt 15. apríl 2023.
 22. „Nýr formaður stúdentaráðs“. www.mbl.is . 22. febrúar 2008. Sótt 15. apríl 2023.
 23. Hilmarsdóttir, Sunna Kristín (13. mars 2017). „Ragna Sigurðardóttir nýr formaður Stúdentaráðs - Vísir“. visir.is . Sótt 15. apríl 2023.
 24. „Elísabet nýr formaður Stúdentaráðs“. www.vb.is. 20. mars 2018. Sótt 15. apríl 2023.
 25. „Jóna Þórey nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands“. DV . 14. mars 2019. Sótt 15. apríl 2023.
 26. „Isabel nýr forseti Stúdentaráðs HÍ“. www.mbl.is . 21. apríl 2020. Sótt 15. apríl 2023.
 27. „Isa­bel endur­kjörin for­seti Stúdenta­ráðs“. www.frettabladid.is . Sótt 13. apríl 2022. {{cite web}}: soft hyphen character í |title= á staf nr. 4 (hjálp)
 28. „Isabel braut aftur blað í sögu Stúdentaráðs“. www.mbl.is . 22. apríl 2021. Sótt 15. apríl 2023.
 29. Logadóttir, Fanndís Birna. „Rebekka Karlsdóttir nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands - Vísir“. visir.is . Sótt 23. apríl 2022.
 30. „Rakel Anna Boulter nýr forseti SHÍ“. www.mbl.is . 19. apríl 2023. Sótt 20. apríl 2023.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]