Maríuhöfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
„Maríuhöfn“ getur einnig átt við Maríuhöfn í Hálsnesi.
Eystri höfnin í Maríuhöfn

Maríuhöfn (Mariehamn á sænsku, Maarianhamina á finnsku) er höfuðstaður Álandseyja, sem lúta finnskri stjórn. Í Maríuhöfn eru aðsetur ríkisstjórnar Álandseyja, sem og þingsins, og býr rúmur helmingur íbúa Álandseyja í bænum.

Bærinn heitir eftir Maríu Alexandrovnu, keisaraynju Alexanders II af Rússlandi, en Álandseyjar, eins og Finnland, lutu stjórn Rússa um hríð þar til Rússneska keisaraveldið leið undir lok árið 1917.

Íbúafjöldi[breyta | breyta frumkóða]

Íbúafjöldi í Maríuhöfn frá 1987.

Ár Fjöldi
1987 9.966
1990 10.263
1997 10.408
2000 10.488
2002 10.632
2004 10.712
2006 10.822

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]