Maístöng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maístöng á Skansen í Stokkhólmi, Svíþjóð.

Maístöng er gamalt frjósemistákn sem sumar þjóðir, aðallega Svíar, reisa á miðsumri. Maístöngin tengist orðinu maí sem merkir vorlauf, en með þeim skreyttu menn heimili sín hér áður fyrr. Miðsumarshátíð Svía (Midsommar) halda þeir á föstudegi eða laugardegi á tímabilinu 20-26 júní, og halda þá maígleði. Talið er að ástæða þess að hátíðin var ekki haldin í maí í Svíþjóð sé sú að þá fundu menn ekki þau lauf sem menn notuðu á meginlandi Evrópu við gerð maístangarinnar. Maístöngin í Svíþjóð er skreytt beykilaufi, blómum og marglitum borðum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.