Frumgermanska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kort yfir yfirráðasvæði skandinavískra ættflokka á bronsöld, um það bil 1.200 f.Kr. Frumgermanska var ekki ennþá til á þessum tíma en ekki er vitað hvaða tungumál var talað þá á þessu svæði.

Frumgermanska er frummál og forfeðramál allra germanskra mála, þar á meðal íslensku. Frumgermanska á rætur að rekja til frumindóevrópsku.

Frumgermanska varð til einhvern tímann milli endaloka frumindóevrópsku og 500 f.Kr., hugsanlega um 1000 f.Kr. Haldið er að frumgermanska hafi verið töluð um 500 f.Kr. til 200 f.Kr. en þá var málið farið að kvíslast í mállýskur sem seinna urðu að germönsku málunum. Ekki eru til neinar skrifaðar heimildir um frumgermönsku en öll orð hafa verið endursmíðuð út frá rannsóknum á skyldum tungumálum með samanburðarmálfræði.

Frumnorræna á uppruna sinn í forngermönsku.

  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.